Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Blaðsíða 98
102
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
1. Flatey á Breiðafirði (mynd 12)
Lágmynd af heilögum Andrési, nú í kirkjunni í Flatey á Breiðafirði.
Stœrð: 42.0x10.0, eikarfjöl: 58.0x14.5 (hæð er ætíð á undan
breidd).
Tímasetning: 1450-1500.
Lýsing: Lágmyndin sýnir heilagan Andrés og ber hann einkenni sín,
bók og Andrésarkrossinn. Myndin er fest við eikarfjöl, sem hefur
verið hengd upp. Stærð myndarinnar bendir til að hún hafi upphaf-
lega verið hluti altaristöflu og hefur myndin þá mjög líklega verið
staðsett til enda töflunnar. Upphaflegir litir hafa máðst af að mestu
og hefur myndin látið töluvert á sjá, en þó má greina liti á skeggi,
hári og skikkjufóðri.
2. Hítardalur (mynd 1)
Altarisbrík úr kirkjunni í Hítardal á Mýrum, nú í Þjóðminjasafni
íslands (Þjms. 3617—3622), kom til safnsins 1891.
Stœrð: 51.0 og 43.0x150.0. Hver tafla: 47.0, 41.5, 39.0, 38.5x26.0,
13.0.
Tímasetning: 1450-1460.
Lýsing: Maríubrík með sjö lágmyndum er sýna: 1) Jóhannes skírara,
2) boðun Maríu, 3) fæðingu Krists 4) heilaga þrenningu í miðið
(dúfuna vantar), 5) upphafningu Maríu, 6) krýningu Maríu og 7)
Jóhannes guðspjallamann. (Myndirnar eru taldar upp hér og annars
staðar frá vinstri til hægri.) Þetta er mjög venjuleg Maríubrík að
táknmáli og myndefni. Lágmyndirnar eru dálítið eyddar. Litur
hefur nær allur máðst af, en þó má enn sjá gyllingu í hári. Upphaf-
leg umgjörð er glötuð og hafa töflurnar verið settar í einfaldan tré-
ramma. Þetta hefur verið vængjabrík, þ.e. altaristafla með vængj-
um eins og allar aðrar íslenskar alabasturstöflur. Það má sjá á því
að samanlögð brcidd vængjanna er jöfn breidd miðhlutans. Hítar-
dalstaflan hefur sama myndefni og Möðruvallataflan (sjá nr. 9),
fyrir utan miðtöfluna; hér er sýnd heilög þrenning en á Möðru-
vallatöflunni uppstigning Krists, sem var ekki eins vanalegt mynd-
efni þegar um Maríubríkur var að ræða. Mjög greinileg hola er á
brjósti Guðs föður þar sem dúfa hefur upphaflega verið, en hún er
nú glötuð. Einnig hefur verið útstætt bogadregið þak yfir höfði
Guðs.
Aldur: Heimildir um alabastursbrík í Hítardalskirkju er að fmna
þegar frá árinu 1463 í máldögum Ólafs biskups Rögnvaldssonar um
Hólabiskupsdæmi 1461 og síðar. En þar segir: „sæmilig brik stor
med alabastrum“. Þetta bendir til þess að taflan sé frá um 1450-