Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Blaðsíða 71
ÞJÓÐHÁGINN FRÁ HNAUSUM
75
Dagbækur Sveins Pálssonar eru örugg heimild þess að orðstír Ólafs
hefur borist vestur eftir Rangárvallasýslu í byrjun 19. aldar ella hcfði
Monsjör Gísli á Hlíðarenda ckki farið að fastsetja hjá honum smíðis-
gripi, liðtæka smiði hljóta þó Rangæingar að hafa átt á þeim tíma.
Sveinn Pálsson þekkti marga og fór víða, hann kann að hafa átt ein-
hvern þátt í að kynna Ólaf og beina viðskiptum til hans.
Smíði Ólafs er dreifð um svæðið frá Reykjavík til Hornafjarðar og
nokkrir góðgripir varðveittir í Svíþjóð. Vafalítið et þá víðar að finna.
Afköst Ólafs í smíði hafa verið með ólíkindum mikil. Heimilt virðist
að fullyrða að hann hafi fullnægt eftirspurn og þörf vandaðs koparbún-
ings á stóru svæði frá því um 1800 og fram um 1830. Þar er hann í röð
síðustu fulltrúa mikillar menningar og listar sem dafnað hafði á íslensk-
um sveitabæjum allt frá miðöldum og féll til mikilla muna í valinn
þegar kom fram um 1860. Beislisbúningur hans var víða í notkun fram
á þessa öld, það sýna m.a. Reynivallabeisli, Hnausabcisli, Búlandsbeisli
og Kcldnabeisli. Bcisli með koparbúningi hans glataðist í Hólmsá um
1920. Undarlega hljótt hefur verið um þennan meistara í málmsmíði.
Brynjúlfur Jónsson frá Minnanúpi kom að Seglbúðum árið 1909 til að
líta á fornar rústir og hugsanlegt skipalægi tengt þeim. Hcyrt hafði hann
þau munnmæli að hjá Seglbúðum hefði fyrr verið festarhringur skips
festur í bergsnös með blýi, Jón Jónsson í Seglbúðum, sem þá var 94 ára,
sagði Brynjúlfi „að næst á undan sér hefði búið í Seglbúðum Ólafur
Ólafsson, Ólafssonar járnsmiðs, Þórarinssonar. Hcfði Ólafur flutt sig
frá Hólmi að Seglbúðum og þeir langfeðgar búið þar síðan. Ólafur
yngsti hefði sagt sér að afi hans, Ólafur smiður, hefði heyrt, er hann
kom þangað, sagt frá hringnum... Ólafi liefði þótt illt að láta hringinn
ónotaðan, hefði hann lcitað hans og smíðað úr honum." (Árbók 1909).
Jón í Seglbúðum var samtímamaður Ólafs Þórarinssonar og þó er frá-
sögn hans um liann líkt og leiftur frá löngu horfinni öld og sýnir hve
fijótt „föli slær í sporin."
Tilvitnanir og athugasemdir
1) Byssan á sér örugga framtíð í bókmcnntum þjóðarinnar. í kvæðinu Jörundur segir
Þorsteinn Erlingsson: „Um handbyssu forna, sem fengin var skást, / þar fylkti sér
liarðsnúið lið, / en mannhætta var við það morðtól að fást / og rnildi að þess þurtti
ekki við.“ Þyrnar, Rvk. 1974, bls. 98.
2) Undarlcgt cr að Matthías Þórðarson notar orðið kjálkar um kinnólar á bcisli. Á
Suðurlandi a.m.k. táknaði orðið kjálkar á bcisli það sem aðrir landsbúar ncfndu bcisl-
isstangir (stangabeisli, kjálkabcisli).