Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Blaðsíða 100
104
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
1460. Hún getur stílsins vegna ekki verið miklu eldri en frá um
1450 og vegna heimildar ekki yngri en frá 1463. Taflan er á mótum
stíltímabils 2 og 3 sem að framan er lýst, þegar myndirnar voru
orðnar skrautlegar og mannmargar og stíll þeirra léttari og opnari
en áður.
Heimildir:
DI V, bls. 408.
Hundrað ár í Þjóðminjasafni. Reykjavík 1963, nr. 29.
Frásögur um fornaldarleifar, 1983, bls. 296-297.
Cheetham 1984, bls. 44, 47, 57.
Storð 1985, bls. 41, mynd bls. 39.
3. Hólar í Hjaltadal (mynd 2)
Altaristafla úr Hóladómkirkju, nú í Þjóðminjasafni íslands (Þjms.
4634), kom til safnsins 1899.
Stœrð: 92.0x198.5. Hver tafla: 51.0, 41.5, 40.0, 39.5, 15.0,
14.0X23.0, 12.5, 4.5.
Tímasetning: um 1470.
Lýsing: Altaristafla er sýnir píslarvætti Krists með sjö lágmyndum.
Þær eru: 1) Jóhannes skírari, 2) Kristur í grasgarðinum fyrir ofan og
handtaka Krists fyrir neðan, 3) húðstrýking Krists, 4) heilög þrenn-
ing fyrir ofan og sorg Krists fyrir neðan á miðtöflu, 5) Kristur
lagður í gröfina, 6) upprisa Krists og 7) heilög Katrín.
Undir myndunum er lcturborði þar sem stendur: Joh1 bapt' Capt’ cjt
ihc Flagellat [’] e/t ihc, Sca trnitas vn’ dcs Sepult’ é ihc Refurrecbo
dni Sa katrina (Joh(annes) bapt(ista). Captus est Iesns. Flagellatns est
lesus. Saticta tr<i>nitas vnns dens. Sepultus est Iesiis. Resurreccio dom-
ini. Sancta Katunna.).
Sitt hvorum megin við miðmynd cru tveir helgir menn, hvor upp
af öðrum, þeir eru Jakob eldri, Jóhannes guðspjallamaður, heilagur
Andrés og óþekktur dýrlingur.
Altaristaflan er í upprunalegri tréumgjörð. En hlutar alabasturs-
verks strax fyrir ofan myndirnar hafa verið endurnýjaðir í tré yfir
mynd nr. 3, 4, 5 og þar fyrir ofan er allur útskurður af engla-
höfðum seinni tíma smíð, svo og efri hluti heilagrar Katrínar.47
Einnig vantar höfuð á þrjá postula báðum megin við miðmynd. Að
öðru leyti er taflan vel varðveitt og mikið er eftir af upprunalegum
lit.
Aldur: Heimildir um alabastur í Hóladómkirkju er fyrst að finna í
Sigurðarregistri árið 1525, cn þá eru nefndar tvær bríkur: „iij
(