Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Blaðsíða 135
MEÐ DÝRUM KOST
139
kirkjum, sem til voru víða í Eyjafirði fram um 1700, en voru þá teknar
ofan“. Ástæðuna til þess að svo fornir húsaviðir varðveittust, taldi ég
ekki síst þá „að þeir voru í húsi, sem naut sérstakrar umönnunar, nefni-
lega kirkju, og þar sem þeir voru ekki eins berskjalda fyrir fúa og
öðrum hættum og í torfbæjum". Síðan bætir Kristján við: „Ef að líkum
lætur, mun Hörður Ágústsson gera grein fyrir þessum skoðunum
sínum í víðara samhengi, þótt síðar verði“.4 Skemmst er frá því að segja
að enn er ég sömu skoðunar. Hitt er annað mál að fyrr hefði mátt leiða
rökin fram. Engin ástæða er heldur til að hlaupa úr einum öfgunum í
aðrar, með fyrirfram fasta skoðun á því að allt þetta efni sé úr kirkjum
komið, heldur spyrja: gætu þær ekki komið eins vel til greina sem upp-
hafsstaður? Sannleikurinn er sá að ég hefi gert meir en að láta hugann
reika þarna í fornaldarsalnum heldur tekið til höndum og rannsakað
ítarlega alla skurðlist í margnefndum húsakynnum ásamt þeim merkj-
um öðrum er vísbendingu gætu gefið um stöðu hennar í húsum og þá
hverskonar húsum. Langt er síðan sú rannsókn hófst. Til dæmis um
það má nefna að grein sú um Hrafnagilsbúta er hér kemur fyrir almenn-
ingssjónir var þegar að mestu fullrituð er fyrrnefnd ummæli voru höfð
frammi. í opinberum fyrirlestri á aðalfundi Hins íslenzka fornleifafélags
árið 1982 gerði ég grein fyrir athugunum mínum á Laufásstöfum, og
heil bók liggur í handriti þar sem endurskoðaðar eru fyrri hugmyndir
um Flatatungu- og Bjarnastaðahlíðarijalir. Skemmra á veg komnar eru
rannsóknir á Möðrufellsfjölum, Mælifellsstöfum og Munkaþverárdyra-
fjöl, en nógu langt til þess að meginniðurstöður eru ljósar. í þessari
grein munu Hrafnagilsviðir og skurðlist þeirra verða tekin til athugun-
ar.
II.
í Þjóðminjasafni íslands eru til sýnis viðarbútar, sex talsins og ein
fjöl, allt með fornum skurði, komið til safnsins frá Hrafnagili, Víðigerði
og Saurbæ í Eyjafirði á árunum 1870 til 1906. Sú sögn fylgir að skurð-
list þessi hafi á sínum tíma prýtt skála á HrafnagiliÝ Flestir bútarnir bcra
þess glöggt vitni að hafa verið notaðir seinast sem skáldraftar í útihús
en íjölin hefur að því er best verður séð aldrei í árefti komið.
Fyrst af öllu er vert að athuga stærð lögun og smíðaummerki. Seinna
mynd verður skurðlistinni gaumur gefinn. Fjölin Þjms. 4997, er 98,5-99,5 cm
að lengd og 19,5-20,5 cm á breidd. Á henni eru tvö trénaglagöt heil og
ijórðungur af því þriðja á hægri hlið neðst. Ofan í hana hefur verið
höggvið með exi, vinstra megin efst, en að aftan flái. Járnnaglar
íslenskir eru negldir aftanfrá tveir, annar með haus, hinn hauslaus.