Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Blaðsíða 196
200
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Á Stóruborg var unnið frá 24. júní til 28. ágúst og var rannsóknin
kostuð af framlagi Þjóðhátíðarsjóðs. - Mjöll Snæsdóttir veitti rann-
sókninni forstöðu eins og áður, en með henni unnu fjórir aðstoðar-
menn.
Rannsakað var aðaliega suðvestast í bæjarhólnum, og kom í ljós
húsalengja undir þeim tveimur húsum, sem þarna voru rannsökuð
1984. Og undir þessum byggingarleifum fannst lítið jarðhús, grafið
ofan í óhreyfðan jarðveg.
Ýmsir vel varðveittir forngripir fundust þarna eins og áður.
Mjöll Snæsdóttir vann síðan í Þjóðminjasafni að rannsóknarskýrslu
frá Stóruborg fyrir fé úr Vísindasjóði, en efniviður frá þessum rann-
sóknum er orðin gríðarmikill og brýnt að hefjast handa við úrvinnslu.
Á Hjálmsstöðum var lokið við að rannsaka jarðhúsið, sem kom í ljós
árið áður og getið er í síðustu skýrslu. Það er greinilega frá 10. öld og
nákvæmlega af sömu gerð og önnur jarðhús, sem fundizt hafa hér fram
til þcssa.
Þá var gerð nokkur könnunarrannsókn í Skálholti dagana 28. maí til
7. júní í þeim tilgangi að grafa upp staðarsmiðjuna, sem merkt er inn
á gamla uppdrætti af staðnum niðri á móts við Kyndluhól, og virtist
marka fyrir henni á yfirborði. En ekki fannst smiðjan sjálf, þrátt fyrir
ýtarlega leit.
Skálholtsnefnd kostaði þessa rannsókn, sem og árið áður, cn þær eru
nokkurs konar undirbúningur að fyrirhugaðri rannsókn á bæjarstæðinu
í Skálholti, biskupssetrinu.
17. janúar var haldinn að undirlagi Harðar Ágústssonar fundur um
Skálholtsrannsóknirnar, þar sem ákveðið var að reyna að hrinda þeim
af stað á ný. Þá var að frumkvæði Harðar unnið að því að koma af stað
útgáfu á rannsóknunum í Skálholti 1954-55.
Að bciðni Isafjarðarkaupstaðar voru kirkjugarðurinn og kirkjurústin
að Kirkjubóli við Skutulsíjörð rannsökuð vegna malarnáms kaupstaðar-
ins. - Var búið að moka burt öllum jarðvegi umhverfis, nema rétt þar
sem garðurinn var með kirkjurústinni, en Guðmundur Ólafsson gerði
nokkra rannsókn þar 6.-9. maí, en síðar sá Magnús Þorkelsson forn-
leifafræðingur um heildaruppgröft, og með honum var Ingimar
Jóhannsson og nokkrir hcimamenn. Þarna kom í ljós allgreinileg
kirkjutóft og allmargar grafir í kirkjugarðinum.
Ágúst Georgsson skráði fornleifar í Stykkishólmshrcppi og náði rúm-
lega 300 minjum á skrá. Hreppurinn greiddi kostnað við skráninguna.
Þá skipulagði safnið fornlcifaskráningu í Biskupstungum vegna sam-
norræns verkefnis um áhrif manns og náttúru á landið. Bryndís Guðrún