Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Blaðsíða 104
108
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Stœrð: 22.5x13.5.
Tímasetning: 1450—1500.
Lýsing: Lágrnynd af heilagri þrenningu. Þetta er mjög óvenjulcg
mynd. Erfitt er að slá föstu hvort hún hefur verið í sérstakri
skápaumgjörð. Tvö göt benda þó til að hún hafi verið fest á spjald.
Hún cr helniingi minni en þrenningarmyndin frá Selárdal sem cr
56.0 cm á hæð (sjá nr. 12) og er í sérstakri skápaumgjörð. En
Hvammsmyndin er einnig of lítil til að hafa verið miðtafla í altaris-
brík en hæð þeirra er yfirleitt um 37.0—51.0 cm. Form myndar-
innar er ávalt, en ekki ferkantað, og bendir það frekar til þess að
myndin hafi verið ein sér heldur en hluti af altaristöflu. Litur er nær
horfmn og hendur Guðs föður eru brotnar af. Ekki eru sjáanleg
nein merki þess að dúfa hafi upphaflega vcrið.
Heimildir:
Beckett 1905, bls. 46, fig. VI.
Storð 1985, bls. 42.
5. Huanneyri í Borgarfirði
Ellcfu brot úr lágmyndum frá Hvanncyri í Borgarfirði, nú í
Þjóðminjasafni Islands (Þjms. 5119 (a-1)), úr altaristöflu er sýndi
píslarvætti Krists. Þessi brot voru grafin upp úr kirkjurústum 1897
og komu þau til safnsins 1904-1905.
Stœrð: a) 24.0x11.6 b) 34.0x11.5 c) 34.0x11.5 d) 34.0x11.5 e)
15.0X15.5 f) 15.0X15.5 g) 15.0x15.5 h) 15.0x15.5 i) 12.0x13.5
k) 24.0x10.5 1) 24.0x10.5 a) Pétur postuli b,c,d) Páll postuli e-1)
greftrun Krists.
Tímasetning: 1450-1460.
Lýsing: Brot þessi hafa vcrið hluti af altaristöflu sem sýndi píslar-
vætti Krists. í bréfi sérajóns Bachmann til dönsku fornleifanefndar-
innar 31. júlí 1821 getur hann þessarar altaristöflu.:,', Þá er þegar ein
lágmynd týnd og hinar voru brotnar og aðcins hluti þeirra eftir. Þá
voru varðveitt brot er sýndu svik Júdasar, húðstrýkinguna, heilaga
þrcnningu, greftrun Krists og tvær styttur af Pétri og Páli postula.
Lágmyndin, sem vantaði, hefur verið uppstigningin og kom hún á
eftir grcftrun Krists svo sem venja var á píslartöflum eins og þeirri
frá Hólum (sjá nr. 3) og Reynistað (sjá nr. 11). Þau brot sem hafa
varðveist hafa látið mjög á sjá og allur litur er horfinn.
Aldur: Altaristaflan virðist vera frá því fyrir 1463 en í máldögum
Ólafs biskups Rögnvaldssonar fyrir Hólabiskupsdæmi 1461 og
síðar segir í máldaga kirkjunnar frá 1463: „alabastrum brik sæmilig