Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Blaðsíða 24
28
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
EL I. Líkingin við tölustafinn 8 er nær fullkomin cn bandhjartað sam-
svarar hér öllu meir bókstafnum V og munstrið myndar ckki brugðinn
bandhnút. Laufið cr stærra en skrautbönd í hjarta grennri. I heild er yfir
því fínlegri og lcttari blær. Laufið er 9 cm á lengd mcsta brcidd 5,2 cm,
brcidd halds (innan stoða) 1 cm og breidd út á eyru 4,3 cm.
í brodd V-laga skreytingar í hjarta er grafinn krákustígur og tígull cr
grafinn um samkomu bands í miðju hjarta.
Haldið er grafið með krákustíg ofan frá boganum og niður að
laufhjartanu en til hliðar við hann eru grafin þétt þverstrik. Línur skipta
þessu upp og niður í þrjá aðskilda rciti. Þríhyrningur er mótaður eða
grafinn í laufið á mótum halds og hjarta. Stoðirnar sem tengja cyru og
hjarta eru efnismeiri en á EL I.
Ennislauf af gerð EL III eiga sérstöðu í senn hvað varðar íburð
skrcytingar og varðveislu. Ber allt að þeim brunni að þau hafi notið
hylli og eftirspurnar. Laufin eru 10 cm á lengd, mesta brcidd er 5,5 cm,
breidd halds 2 cm, breidd út á eyru 4,3 cm.
Fagurbúinn bandhnútur breiðist ofan frá haldinu niður um hjartað og
endar í niðurvísandi lilju í broddi þess. Hægt er að skilgreina liann að
hluta til sem tvö gagnhverf, samtengd hjörtu. í miðju, í oddlaga
umgcrð, er kringla sem ýnaist er laufskorin cða óskcrt á brún. Hnút-
böndin ganga yfir og undir hvort annað á víxl og tví- og þrísett þver-
strik skera þau þar sem greinar eða bönd kvíslast. Bandhnúturinn er
gerður af miklu listfcngi og öryggi.
Höldin yfir hjartanu eru skreytt með gangalaverki á mismunandi
vegu, greinilega í þeim tilgangi að ekki sé of einhæfur svipur á verki
þegar til þcss er litið að hér er um fjöldaframleiðslu að ræða.
Aðeins eitt lauf er með eignarmarki á haldi, laufið frá Gerðum í
Landeyjum. Laufið Þjms. 3547 hefur sérstöðu í því að á haldið er graf-
inn sami sigurlykkjuhnúturinn og á eyrnaádrætti af gerð EÁ II, eitt
vitni þess að sami sé höfundurinn að öllum þeim beislabúningi sem hér
er tekinn til meðferðar. Laufeyrun eru öll með áþekkum svip í skrcyt-
ingu og öll tengd mcð tungu, bogalaga að ofan.
Emislauf EL IV: Eitt ennislauf af þessari gerð er þekkt. Af svip og
auðkennum tengist það verkum Ólafs Þórarinssonar. Hér er ákveðin
samstaða með laufum af gerð EL I í tvískiptu hjarta. Lykkja efst og
neðst í hjarta á EL IV sanisvara lykkjum í bandhnútnum á laufum af
gerð EL I, nema hvað þær eru gerðarlegri og samtcngdar í gerðinni EL
I.
Eyru og skreyting á haldi sverja sig í ætt við EL'I, EL II og EL III.
Samstaða er með þverstrikum þar sem greinar eða bönd kvíslast.