Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Blaðsíða 171
ÞURRABÚÐARMENN OG VERKAMENN UM 1900
175
í vesturhluta þorpsins og höfðu fullan umráðarétt yfir höfninui. Auk
þeirrar starfsemi sem beinlínis tengdist versluninni, stjórnuðu þeir
einnig umfangsmiklum fiskveiðum.2ll) Þcir voru einustu fiskkaupcndur
þorpsins og höfðu mikla saltfiskverkun með höndum.
Danirnir skáru sig úr fjöldanum, ekki einungis í krafti velmegunar
sinnar, heldur einnig vegna frábrugðinna viðhorfa. Þcir kenndu íslensk-
um stúlkum undirstöðuatriði í heimilisstörfum, einnig veittu þeir tilsögn
í tónlist og leikfimi og að frumkvæði þeirra var stofnað kvenfélag sent
einkum sinnti líknarstörfum.
Af viðtölunum að dæma voru viðhorf lslendinga til Dananna mjög á
reiki. Nokkrir litu upp til þeirra, aðrir töluðu um þá allt að því í
hæðnistón og létu andúð sína meira eða minna opinskátt í ljós:
“...Maður skyldi nú halda að þetta fólk sem þarna var að það
hefði einangrað sig við fólkið í plássinu, sem var ómenntað og
upp og niður fólk. En það var alvcg þvert á móti, það blandaði
alveg geði við plássfólkið. “
(Þurrabúðarmaður frá Eyrarbakka, fæddur 1896).
„Fyrst þegar ég kom inn í Vesturbúðina á Eyrarbakka þá var ég
því fegnastur að komast út aftur, eins fljótt og ég gat. Mér varð
svo mikið um.“
(Leiguliði frá Stokkseyri, fæddur 1905).
„Lefolí sjálfur kom hingað oft í byrjun júlí og var hér í tvo mán-
uði. Hann lcit nú stórt á sig, cins og þessir stóru Danir gerðu.
Hann talaði ekki einu sinni við búðarmennina, hann gaf þeim
bara skipanir. Hann átti þetta allt saman... Vesturbakkann... Húsið
þótti mikil höll. Ég kom inn í það. Það var til dæmis alltaf hér
þegar einhver dó, að þá lét frúin í Húsinu okkur stráka - og ég
lcnti oft í því — fara upp á mýri og rífa lyng og svo bjó hún til
kransa og gaf á kistuna. Það var bara oft eina skrautið sem var á
líkkistunum... “
(Þurrabúðarmaður frá Eyrarbakka, fæddur 1894).
Enda þótt viðhorfm til Dananna hafi augljóslega verið af ýmsu tagi,
bendir fátt til að þjóðerniskennd íslendinga hafi haft afgerandi áhrif á
samband þeirra við Danina. Skorturinn á þjóðarvitund virðist nokkuð
í mótsögn við stirðleikann í stjórnmálasamskiptum milli þessara tveggja
þjóða.23) Þessa ágreinings sá hvergi stað í samskiptum Dana og íslend-
inga í þorpinu. En samt sem áður héldu Danirnir sér í hæfilegri fjarlægð
frá hinutn íslensku þurrabúðarmönnum og verkamönnum, sem á hinn