Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Blaðsíða 84
88
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
einnig vel í dymbilvikunni þegar hylja skyldi allar skreytingar í
kirkjum. Er leið á 15. öldina varð skreytingin yfir myndunum íburð-
armeiri og myndirnar flóknari og órólegri. Jafnframt því varð skurður
þeirra grófari, en slíkt huldu litur og gylling vel í upphafi. Einnig
stækkuðu altaristöflurnar og var lágmyndum þá jafnvel skipað í tvær
raðir.
Altaristöflurnar sýndu yfirleitt píslarvætti Krists, gleðiviðburði í lífi
Maríu, helgisögur af Jóhannesi skírara og píslarsögur dýrlinga; voru
heilög Katrín og Kristófer vinsælust þeirra. Á Maríubríkum var oftast
sýnd boðun Maríu, tilbeiðsla vitringanna, upprisa Krists, upphafning
Maríu og miðmynd afheilagri þrenningu, en svikjúdasar, húðstrýking
Krists, greftrun Krists og upprisa með mynd af krossfestingunni í
miðið þegar um píslarvætti Krists var að ræða.
Myndefni og táknmál var sótt víða að. Það er ljóst að aðallega var
viðhaft hefðbundið táknmál og skreytingar úr list Englands og megin-
landsins, sem sjá mátti í handritum, prentmyndum, fílabeinsmyndum,
höggmyndum og steindu gleri á þessu tímabili.
Hildburgh telur að helgileikir miðalda, sem haldnir voru í hverri
stórborg, hafi haft mikil áhrif á táknmál alabastursmynda einkum eftir
1430 og hafi stuðlað að leikrænni svip þeirra.11 Cheetham efast um að
þessi beinu áhrif helgileikja á alabastursmyndir hafi verið mikil, nema ef
vera skyldi t.d. svertan í andlitum böðla og annarra ómenna í sumum
myndanna og fjaðrabuxur Mikjáls erkiengils.12 Erfítt er að greina hvort
viss atriði eru áhrif frá leikritum eða hafa verið almennt í notkun á
þessum tíma. En þó virðist Hildburgh gera of mikið úr þessum
áhrifum. Listamenn hafa alltaf þurft að glíma við afmarkaðan myndflöt
og því er það ekki óeðlilegt að útkoman verði svipuð og á leiksviði. En
einstök smáatriði, eins og englar sem standa í stúku eða skáp og þau
atriði sem áður eru nefnd, eru þó mjög líklega tekin úr smiðju helgi-
leikja.
Aldur alabastursmynda
Aldursákvörðun alabastursmynda er afar erfið. Höfundarnir „the
alabastermcn“ eða ,,alablasterers“ eins og þeir voru yfirleitt kallaðir í
enskum heimildum voru afar íhaldssamir.13 Breytingar sem urðu á
vopnum og í klæðaburði á tímabilinu 1375 til 1550 sjást því sjaldnast í
verkum þeirra.14 Einnig eru fáar byggingar sýndar er komið geta að
notum við aldúrsgreiningu. Erfitt er að segja til um hvort mcrki mynd-
höggvaranna sem eru á baki einstakra lágmynda voru hugsuð sem
signatúr eða lciðbeining við að raða myndunum saman í bríkur.15 En