Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Blaðsíða 91
SKRÁ UM ENSKAR ALABASTURSMYNDIR FRÁ MIÐÖLDUM
95
verður að reikna með, að ekki sé alltaf tckið fram í máldögum úr hvaða
efni alabastursverkin hafi verið.
Einungis altaristöflur er sýna gleðiviðburði í lífi Maríu og píslarvætti
Krists hafa varðveist auk sérstakrar alabasturstöflu frá Selárdal af heil-
agri þrenningu sem varðveitt er í skápaumgjörð og annarrar sanra efnis
frá Hvamnri í Norðurárdal. Heimildir benda til þess að til hafi verið í
landinu miklu fleiri alabasturslíkneski en altaristöflur, en þó hafa engin
þeirra varðveist. Þau hafa því frekar glatast eftir siðaskipti.
Elstu heimildir um enskt alabastur á íslandi er að finna í máldögum
Péturs biskups Nikulássonar fyrir Hólabiskupsdænri frá 1394 og síðar.
Þar cru nefnd fjögur alabastursverk í þremur kirkjum, þrjú líkneski en
aðeins ein brík. Þessar alabastursmyndir eru skráðar hér áður en reglu-
legar siglingar Englendinga hefjast til Islands. Sama er að segja um þær
myndir sem eru nefndar í máldögum Vilchins biskups í Skálholtsbisk-
upsdæmi frá 1397. Margir máldagar hafa tapast úr registri Ólafs Rögn-
valdssonar biskups fyrir Hólabiskupsdæmi frá lokum 15. aldar og er
því erfitt að fá heildarmynd af hve mikið var upprunalega til, því að þar
vantar t.d. máldaga fyrir Hóladómkirkju, Þingcyraklaustur og Reyni-
staðaklaustur, en frá þessum þrcmur stöðum hafa varðveist altaristöflur
úr alabastri.44
Hér á eftir fylgir skrá í tímaröð um alabastursverk sem nefnd eru í
kirkjumáldögum:
Mælifellskirkja í Skagafirði, 1394-1402, „mariuskript mcd alabastrum.“
(DI III, bls. 531).
Auðkúlukirkja í Svíuadal, 1394-1402, „mariu lijkneski lijtid med ala-
bastrum." (DI III, 542).
Goðdalakirkja í Skagafirði, 1394-1402, „mariulijkneske og annad lijtid
med alabastrum." (DI III, 563).
Stórinúpur í Árnessýslu, 1397, „Mariuskripter ij oc onnur med alabastr-
um.“ (DI IV, 47).
Kaldaðamcs í Árnessýslu, 1397, „Katrinar lykneski med alabastrum" (DI
IV, 54-55).
Teigur í Fljótshlíð, 1397, ,,.ij lykneski med alabastrum" (DI IV, 78).
Gunnarsholt, 1397, „Gaf Snorri Jonsson kirkiunni Jons lykneski med ala-
bastrum. Jngibiorg kvinna hanns Pieturs lykneski med alabastrum“. (DI
IV, 85).
Helgafell á Snæfellsnesi, 1397, „Jons likneske baptistc med alabaztrvm"
(DI IV, 172).
Akrar á Mýrum, 1397, „Mariuskript med Alabastrum.“ (DI IV, 186).