Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Blaðsíða 53
ÞJÓÐHAGINN FRÁ HNAUSUM
57
Innsiglið, hald og leturflötur, bendir til fyrra hluta 19. aldar og þá
einna helst til tímabilsins 1800—1840. Ekkert þarf að mæla gegn því að
það sé steypt og grafið af Ólafi Þórarinssyni.
Hvaða Mcðallendingur er svo líklegastur til að hafa átt þetta innsigli
á þessum tíma? Það cr tvímælalaust Erasmus Halldórsson bóndi í
Botnum. Hann var fæddur á Syðri-Steinsmýri 1786, ólst þar upp og var
bóndi þar til 1819 en flutti þá að Botnum. Ekki hef ég séð innsigli hans
á varðveittum bréfum frá þessum tíma og verður hér ekkert sannað né
afsannað.
Hempupör
f rannsókn á smíði Ólafs Þórarinssonar skjóta mörg vafaatriði upp
kolli og forðast skyldi að eigna honum meira en réttmætt er. Fjölþætt
þjóðlíf krafðist ijölþættrar smíði. Hér skal hreyft við einni spurn og
bíður svarið um sinn. Fram til 19. aldar áttu konur vandaðar og efnis-
miklar hcmpur til fararbúnaðar. Þær voru opnar ofan frá og niður í
gegn, kræktar saman á boðungum með verklegum koparmillum
(krókapörum) sem nefndust hempupör. Þurfti mörg pör á hverja
hempu. Þau voru steypt af íslenskum koparsmiðum og hafa mörg
varðveist í söfnum. Ekki fcr hjá því að þessi smíði hafi komið við sögu
í smiðju Ólafs Þórarinssonar. Varðveitt hempupör sem tengst hafa
vafalausri smíði hans gcra kröfu til þess að þeim sé hér gaumur gefmn.
Áður hefur verið getið um „ennislaufið" Þjms. 2732 sem er hempu-
milla komin inn á Þjóðminjasafnið sem koparsmíði Ólafs Þórarinssonar
austan úr Hornafirði. Á Búlandi í Skaftártungu fékk ég þrjár hempu-
millur steyptar í sama móti og Þjms. 2732 og komu þær upp úr kassa
með koparsmíði Ólafs. I Skógum bera þær safnnúmer S:35. Á kippu
með beislisbúningi Guðjóns Ólafssonar á Blómsturvöllum, komnum
frá forföður hans Ólafi sniið, var enn ein hempumilla af þessari gcrð.
Hempumilla í Þjóðminjasafni, Þjms. 9041, er einnig sömu gerðar.
Framangreindar hempumillur eru sterkar, verklegar, laglega skreyttar
en grófar í smíði. Yfir þeim er ekki sá þokki listar sem prýðir nrörg
vcrk Ólafs Þórarinssonar. Líklegt er að þær séu frá aldamótunum 1800.
Eftirtektarvert er að millan frá Blómsturvöllum liefur aldrei slitnað á
fati. Önnur millan í hverri samstæðu er með lykkju, hin með krækju.
Þær eru í hefðbundnu milluformi, 5,5 cm á lcngd, mesta breidd 3,8 cm.
Strengir ganga ofan cftir jaðri millunnar, greinast í vafninga inn um og
niður um laufið og myndast tígull um samkomu þeirra í miðju.
Millurnar eiga sér nákomna ættingja í tveimur samstæðum ennis-
laufum í Þjóðminjasafni, öðru á höfuðleðri, hinu lausu.