Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Blaðsíða 144
148
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Hrafnagili segir í íslenskum þjóðháttum að stafir hafi skotið inn úr
þiljum og voru „oft strikaðir eða stundum ávalir innan og skornir út
með rósum og myndunr, svo sem í Hrafnagilsskálanum forna.“11 Hér
hlýtur Jónas að fara eftir sögusögnum, því sjálfur hefur hann ekki getað
séð skálann. Líklegast hefur hann vitneskju sína eftir Sigurði Guð-
mundssyni. í safnskýrslu sinni kallar Sigurður Þjms. 782 part „af stoð
úr Hrafnagilsskála". Síðan segir hann: „Hún virðist hafa verið 10 þuml.
til hálf alin á breidd, eins og aðrar stoðir, sem voru í þeim skála, sem
ég hefi séð og mælt.“ Ennfremur „þilgrópið sést í röndina, eins og
vottar fyrir á Laufásstoðunum. “12 Hvernig sem því er varið, er útilokað
að Sigurður hafi séð skálann á Hrafnagili því hann er 6 vetra árið sem
húsið er tekið niður. Hins vegar gat hann vel hafa séð eitthvað af
þessum bútum, sem við höfum verið að athuga, í heillegri mynd,
þ.e.a.s. áður en þcir voru kurlaðir niður í skáldrafta og rnælt þá, þótt
þá mælingu sé hvergi að finna við fyrstu leit.
Snúum okkur þá aftur að tréskurðarleifunum sjálfunr og lítum á þær
í ljósi þeirrar vitneskju senr þegar er aflað um innanbygging bæjarhúsa
á Hrafnagili og hugum að smíðaummerkjum. Talið hcfur verið að
2. mynd grópið á bútnum Þjms. 5365 væri eftir þil. Að mínu mati fær það ekki
staðist. Væri raunin sú, hlyti það að vera jafnbreitt og djúpt alla hliðina
á enda. Hins vegar er það dýpst og breiðast öðru megin og grynnkar
út í ekki neitt í hinn endann. Þar sem það er dýpst og breiðast er í raun
um tappafar að ræða. Ekki þarf langt að leita hliðstæðu. Á annarri
Mælifellsíjölinni, sem hangir gegnt Hrafnagilsbútum, eru samskonar
smíðaummerki, en sú fjöl var með vissu seinast notuð sem rúmstafur í
skála.14 Rík ástæða er því til að ætla að hér sé um spor að ræða eftir
rúmstokk. En fleiri ummerki má sjá á sönru hlið. Stóra sporið á kant-
inum gæti hæglega verið eftir þverslá sem tengt hefur stafinn veggnum
á bak við. Á þverslá og þverfjalir er minnst í úttektinni 1755 í tengslum
við rúm. Slík spor eftir þverslár sjást einnig á rúmleifunum frá Laufási
og Bakka í Öxnadal sem til sýnis eru í næsta sal inn af fornaldarsal. Um
hin smærri spor er vandara að segja. Eins og áður er að vikið sést
greinilega votta fyrir rauðri málningu á Þjms. 5365. Tekið er sérstak-
lega fram í úttektinni 1755 að hurð í stofu sé máluð, rúmstólpar og
skör. Annars staðar er ekki getið málningar í Hrafnagilsbæ.'3 Af þessu
verður tæplega önnur ályktun dregin en að hér séu komnar leifar af stoð
úr rúmi, sem a.m.k. hefur verið í stofu á Hrafnagili árið 1755 og að því
er best verður séð staðið fram til 1839 að húsið er tekið niður. Skurður-
inn hefur verið á hvolfi miðað við stöðu rúmstafsins.
6. mynd Víkjum þá að Þjms. 782. Á þeim bút eru samskonar smíðaummerki