Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Blaðsíða 109
SKRÁ UM ENSKAR ALABASTURSMYNDIR FRÁ MIÐÖLDUM
113
Heimildir:
Braun 1910, bls. 243.
Nelson 1918, bls. 313, fig. I, III 2), VIII 2), XI.
Nelson 1920, bls. 206.
Cheetham 1984, bls. 22, 43-45, 58, 113, 121, 162, 177, 208, 288,
fig. 10.
Storð 1985, bls. 41.
9. Möðruvellir í Eyjafirði (mynd 6)
Altaristafla úr Möðruvallakirkju í Eyjafirði er byggð var 1848. Nú
í Minjasafninu á Akureyri.
Stcerð: 88.0x184.5. Hver tafla: 44.0, 38.5x24.0, 11.0.
Tímasetning: 1450—1470.
Lýsing: Maríubrík, með sjö lágmyndum. Þær sýna: 1) Jóhannes
skírara, 2) boðun Maríu, 3) fæðingu Krists, 4) uppstigningu Krists
í miðið, 5) upphafningu Maríu, 6) krýningu Maríu og 7) Jóhannes
guðspj allamann.
Á leturborða stendur: Joh’ bapt' Salutac’o b’e mari[e] Natiuitas dni
nri Re/urreccio dni A/Júpcio marie Coronacio marie Joh’ eu’ng
(Joh(annes) bapt(ista). Salutado beate Marife]. Natiuitas dowini nostri.
Resurreccio domini. Assumpcio Marie. Coronacio Marie.
Joh(annes) euang(elista).).
Þetta er mjög venjuleg Maríubrík. Hún hefur töluvert verið gerð
upp og öll verið máluð. Stílfærð laufblöð fyrir ofan loftverk eru
endurgerð í sama stíl og áður (sjá nr. 8). Toppur efst er viðbætir.
Einnig er loftverk yfir myndum 2,5,6 endursmíðað í tré, en það var
upprunalega úr alabastri. Húsaþyrping yfir miðtöflu er viðbót en
þar var áður loftverk úr alabastri í sama stíl eins og yfir hinum
töflunum.60
Aldur: Altaristöflu úr alabastri er fyrst getið í máldaga kirkjunnar
1471 í registri Ólafs biskups Rögnvaldssonar yfir Hólabiskupsdæmi
en þar segir: „sidan biskup gotskalk uisiterade oc toc reikning...
Luckte hustru margret fyrer þetta porcío kirkiunne æ modruuollum
brik med alabastrum forgýllt. ... Þa ver biskup godskalk visiter-
adum fyrst firir nordan þa giordi grímur bondi pallsson oss reikn-
ing oc galt modruualla kirkiu þessa penninga i sína porcionem sem
hier seiger... peturs likneski med alabastur. kristoforus med ala-
bastur. tuau margarete likneski. er annat med alabastro... alabast-
urs brik.“ Hafa þá þegar árið 1471 verið í eigu kirkjunnar tvær
alabastursbríkur og tvö líkneski af heilögum Kristófer og Margréti.