Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Blaðsíða 204
208
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Kútterinn er einn merkasti og sérstæðasti safngripur landsins, og víst
sá allrastærsti, og mikið átak hefur verið að koma í kring viðgerð hans,
sem hefur einnig kostað rnikið fé. Skipið varð líka 100 ára á árinu,
smíðað í Bretlandi árið 1885.
Nú er ákveðið að taka til við viðgerð gamla hússins í Görðum, sem
safnið var upphaflega til húsa í, en þetta er fyrsta steypuhús á landinu,
reist af sr. Jóni Benediktssyni á árunum 1876-1881. Hefur Hjörleifur
Stefánsson arkitekt gert nákvæmar teikningar að viðgerð hússins, sem
er þó mjög mikið breytt, enda hafði það ekki verið notað til íbúðar
lengi er safnið fékk það, heldur verið notað sem líkhús.
Þjóðminjavörður fór ásamt Margréti Gísladóttur og Kristínu Sigurð-
ardóttur að Reykjum 26. marz vegna nýskipunar safnsins, en viðbygg-
ing þess var þá að mestu tilbúin, en ekki hafðist þó á árinu að setja
safnið upp á ný.
Undir handarjaðri Safnastofnunar Austurlands var hafizt handa um
viðgerð gamla vitans á Dalatanga, sem rcistur var 1908 og er áformað
að koma honum í upphaflegt horf.
I safninu í Skógum var byggt nýtt anddyri, sem bætir mjög aðstöðu
þar, cn gamla húsið er þó orðið allt of lítið og óhentugt og þarf hér
senn að koma til nýbygging. - Á árinu var lokið við að ganga frá gam-
alli skemmu frá Gröf í Skaftártungu við safnið.
Þjóðminjavörður kannaði ásamt Margréti Gísladóttur forverði
byggðasafnið á Selfossi og aðstæður þess, en það hefur verið lokað að
undanförnu vegna skemmda á húsinu, sem verið er að gera við.
Stendur til að byggja tengibyggingu milli safnhúsanna tveggja og fá
þannig söfnunum öllum meira og bctra rými, sem mun gerbreyta allri
aðstöðu þeirra.
Bjarni Einarsson fornleifafræðingur var ráðinn safnstjóri á Akureyri
frá upphafi ársins.
Þá var Guðrún Kristinsdóttir fornfræðinemi ráðin forstöðumaður
Safnastofnunar Austurlands á árinu í stað Ragnheiðar Þórarinsdóttur,
sem skipuð var safnstjóri við Árbæjarsafn frá 1. nóvember.
Ásu Wright-fyrirlestrar
Tveir Ásu Wright-fyrirlestrar voru haldnir á árinu, en þeir höfðu
verið strjálir undanfarin ár.
Peter Addyman forstöðumaður York Archaeological Trust í Jórvík
flutti fyrirlestur 10. apríl um fornleifarannsóknir í Jórvík, „Viking
York: Excavations and Interpretations". — Var hann haldinn í Norræna
húsinu.