Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Blaðsíða 167
ÞURRABÚÐARMENN OG VERKAMENN UM 1900
171
fyrir tímabilið sem hér um ræðir, og greinilegt er að lagahöftin hafa náð
tilgangi sínum. Fólksflutningar á svæðið voru óverulegir og þeir fáu
þurrabúðarmenn sem þar bjuggu, voru að mestu leyti leiguliðar sem
höfðu flosnað upp, ekkjur þeirra eða önnur skyldmenni.13)
Fátækt og jlutningar
Efnahagur þurrabúðarmanna grundvallaðist á fiskveiðum ásamt til-
fallandi verkamannavinnu. Fiskveiðarnar voru einungis dagróðrar á
litlum opnum árabátum og voru tímabundin uppbót á kvikfjárbúskap-
inn. Veiðarnar tengdust landeign og hafði það í för með sér mjög
ákveðna stéttaskiptingu. Sjálfseignarbændur voru mjög fáir fram að
lokum 19. aldar, en Qölgaði nokkuð cftir það. Árið 1845 voru jarðeig-
endur í Stokkseyrarhreppi aðeins tveir.l4)
Bátar og lendingar voru í eigu útvegsbænda og kaupmanna, en
vinnumenn þeirra, leiguliðar og þurrabúðarmenn voru vinnuaflið.I:,)
Þurrabúðarmenn voru ennfremur mikilvægt vinnuafl sem kaupamenn
bænda í grenndinni. Tíðir flutningar fjölskyldna tengdust þessari efna-
hagslegu aðlögunarþörf. í stuttu máli þýddi þetta búsetu á Eyrarbakka
og Stokkseyri meðan vetrarvertíðin stóð yfir, en á sumrin héldu flestir
í burtu í atvinnulcit:
„Faðir minn var bara verkamaður og sjómaður... bara verka-
maður eins og sagt er. Stundaði sjó á vetrum yfirleitt og alls
konar vinnu. Hann var bara þurrabúðarmaður... Það var ntikið
atvinnuleysi á þeim árum...á fyrstu barnsárum mínum... Vinnan
var svo lítil að það mátti segja að það varð að snapa hingað og
þangað, svona, til að hafa eitthvað að gera...Faðir minn fór
stundum í kaupavinnu. Þó nokkur sumur. Við bræður fórum í
sveit, ég fór held ég átta ára fyrst. Mamma fór líka í kaupavinnu
og fékk að hafa einn krakka með sér og hinir krakkarnir voru
sendir til snúninga þegar þeir voru farnir að stálpast. Það var bara
lokun á húsi. Ég hugsa að það hafi verið nokkuð almennt um það
hérna. Þetta var andskoti erfitt með framfærsluna. Það var ákaf-
lega erfið lífsafkoma hjá mörgum. Geysilega mikil fátækt. Pen-
ingar sáust varla og það var mikil úttekt í búðum.“
(Heimildamaður, fæddur á Stokkseyri 1911).
Flutningarnir tóku oft á sig sömu mynd, sumar eftir sumar.
Á meðan verslunin var enn öflug veitti afferming vöruflutningaskipa
nokkur atvinnutækifæri. Saltfiskverkun í báðum þorpunum laðaði
margar fjölskyldur í vinnu og sumir karlmenn lcituðu til Reykjavíkur,