Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Blaðsíða 158
162
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Norskir listfræðingar skipa rómanskri skurðlist dyraumbúnaðar staf-
kirkna sinna í þrjá höfuðflokka, Sogn - Valdres - Þclamerkurgerð,
Þrándheimsgerð og hringreitagerð.32 Sá sem eitthvað hefur velt fyrir sér
sílbræðralagi íslensks útskurðar frá miðöldum og leitar eftir tengslum
við það norska, nemur undir eins staðar við miðflokkinn, Þrándheims-
gerðina. Hrafnagilsijölin er gott dæmi um það.
Enda þótt Vágákirkja standi ekki í sjálfum Þrændalögum eru list-
fræðingar sanrmála um að skurður sá forn, er dyr hennar prýða, sé ætt-
aður frá elstu steinskreytileifum dómkirkjunnar í Niðarósi. Við suður-
dyr kirkjunnar nemum við staðar, sérstaklega gefum við þó uppdyrinu
gaum. Skurðurinn er grunnur og flatur líkt og á HrafnagilsQölinni, sá
grynnsti og flatasti í norskum kirkjudyraumbúnaði.
19. mynd Aðalmyndefnið eru misstórir drekar. Þeir minnstu eru þó meir í ætt
við ljón en dreka, enda þótt uppúr baki þeirra sumra vaxi litlir vængir
en ekki allra. Kynjadýr þessi, scm annaðhvort má kalla ljón eða smá-
dreka bíta í þau stærri líkt og ljónin á fjölinni. Drekarnir frá Hrafnagih
eru hinsvegar allsóskyldir þeim stærri í Vágá, eru meir í ætt við dreka
Sogngerðarinnar og í Vágá sést enginn vafningur. Sú samtvinnun tein-
unga og dreka sem einkennir Sogngerðina, er ekki til staðar. Norskir
fræðimenn hafa tímasett Vágáskurðinn til 12. aldar.33 í uppdyraskurð-
inum í Vágá cru sem sagt a.m.k. þrjú ljón eða ljónslíki að bíta í dreka-
hálsa og fætur. Á fjölinni eru a.nr.k. þrjú ljón að bíta í drekabúka og
vængi og staða og lögun framfótar ysta ljónsins til hægri, það af henni
sem sést, er ískyggilega líkt stöðu ljónsfótanna vinstra mcgin í Vágá,
reyndar fótum drekanna, sem á hvolfi eru, einnig.
Frá Vágá bregðunr við okkur vestur að Úrnesi í Sogni. í þeirri frægu
kirkju eru súluhöfuð mcð myndum, skornum grunnum flötunr skurði
ekki ósvipað og á Hrafnagilsfjöl. Þar gefur að líta mikið af kynjaverum
svo sem eins og drekum og ljónum ásamt jurtavafningum. Haushreyf-
20. mynd ing eins ljónanna ber óneitanlega sama svipmót og það ysta til hægri á
Hrafnagilsfjölinni, vindur uppá hann og snertir með neðra skolti efri
brún súluhöfuðsranrmans. Lag augnanna er einnig líkt og sennilega
staða hægri framfóta. Rispurnar á trjónu og búk ljónanna frá Hrafnagili
ber og fyrir á öðrum kynjadýrum á súluhöfðunum í Úrnesi. Erla Berg-
endahl Hohler telur að kenna megi í þessum myndverkum áhrif
þrænska skólans. 34
21. mynd Næst skulum við fara norður í sjálf Þrændalög og virða fyrir okkur
dyrastaf frá Rennebukirkju. Þar sdngur sér vafteinungur í gegnum neðsta
ljónið á hægri staf alveg eins og á öðru samhverfa ljóninu í Hrafngilsfjöl.
Mér vitanlega eru þetta einu dæmi slíks í norrænum miðaldaskurði