Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Blaðsíða 27
PJÓÐHAGINN FRÁ HNAUSUM
31
Mynd 11. EÁ I. Ljásm. Guðmundur
Ingólfsson/ íinynd.
Eyrnaádrættir af gerð EÁ I fylgja Þjms. 3263 (ennislauf af gerð EL
111), beisli Skúla Guðmundssonar á Keldum (ennislauf af gerð EL III),
beislisbúningi frá Blómsturvöllum (ennislauf EL III) og beisli Eyjólfs á
Hnausum (ennislauf EL II). Einstæðir eru þeir sem eru nr. 2960 í
Þjóðminjasafni og ekkert vitað um sögu þeirra. Nr. 35158 í Nordiska
museet, úr söfnun Rolf Arpi, er samstæða eyrnaádrátta af gerð EÁ I en
óskreytt.
Eyrnaádrættir af gerð EÁ II eru rcttir ferhyrningar, 4,5x4,5 cm.
Ferhyrndur reitur innan við eyru eða ísmeygjur er 3x3 cm að stærð.
Brúnum hallar út og er þykkt þar um 0,8 cm. Bakhlið er troglaga.
Á ferhyrnda reitinn innan við eyrun er grafmn sigurlykkjulmútur þar
sem tvö klofin bönd tengjast með því að hvort gengur yfir annað á víxl
í miðju. Hvort bandið fyrir sig er lokað og oddmyndað til enda. Hnút-
urinn myndar skákross. Til hliða við hann, út við eyrun, eru grafnir af-
langir, fcrhyrndir reitir. Ferhyrndir reitir úti í hornunum, milli eyrn-
anna, eru á sumum ádráttum af þessari gerð grafnir með þríhyrndu
laufi.
Skrauthnúturinn er misvel grafmn á ádráttunum, á sumum forkunnar
vel, á öðrum lakar og að öðru er nokkuð mismikið í verkið borið. Þetta
kynni að sýna mismunandi stig smiðsins hvað varðar þroska og aldur.
Einir eyrnaádrættir af þessari gcrð skera sig úr um stærð, það eru
ádrættirnir á höfuðleðrinu Þjms. 909, en þeir eru 5,2X 5,2 cm. Líklega
eru þeir þá jafnframt elstir þekktra ádrátta af gerð EÁ II.
Eyrnaádráttur nr. 1123 í Minjasafni Haralds Ólafssonar í byggðasafn-
inu í Skógum hefur nokkra sérstöðu meðal eyrnaádrátta af gerð EÁ II.