Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Blaðsíða 79
GRÁGÁS. VANMETIN OG MISSKILIN HEIMILD
83
enn í munnlegri geymd, væri þá ekki hagkvæmara að geynra upp-
söguna þar til ritun laganna væri lokið? Ari gefur skýringu á þessu í
framhaldi af frásögninni af ritun laganna er hann segir:
Þat vas ok ct fyrsta sumar, es Bergþórr sagði lpg upp, þá vas Gizurr
byskup óþingfærr af sótt. Pá sendi hann orð til alþingis vinum
sínum ok hgfðingjum, at biðja skyldi Þorlák Rúnolfsson Þorleiks-
sonar, bróður Halls í Haukadali, at hann skyldi láta vígjask til
byskups. En þat gorðu allir svá sem orð hans kvómu til ok fekksk
þat af því at Gizurr hafði sjalfr fyrr mjQk beðit, ok fór hann útan þat
sumar en kom út et næsta eptir ok vas þá vígðr til byskups (ísl. forn-
rit I 1, 24).
Sú sérstaða hins íslenska þjóðvcldis að þar fór enginn einn maður
með umboð þess út á við, gerði stjórnendum kaþólsku kirkjunnar erfitt
um samninga er lutu að dreifingu valds milli veraldlegs og andlegs
rcttar. Hinir þrír fyrstu íslensku biskupar sóttu allir til páfa unr vígslu-
heimild, senr vísaði þeim til þcss erkibiskups er síðan vígði þá. Hinn
síðasti þcirra, Jón Ögmundarson, fór mcð mcðmælum Gissurar biskups
á fund Össurar erkibiskups í Lundi til vígslu, en hann þorði ekki að
gera það upp á sitt eindæmi vegna þess að Jón hafði átt tvær konur, en
vísaði honum til páfa (Biskupa sögur I, Kh. 1858, 160). Orsökin til var-
kárni erkibiskups, sem saga hans tilgreinir, er mjög ólíkleg, sennilegra
cr að henni hafi valdið að hér var um nýjan biskupsstól að ræða og með
öllu var óljóst um réttarstöðu íslensku kirkjunnar. Það er eðlileg afstaða
erkibiskups að vilja vita réttarstöðu kirkju í því þjóðfélagi senr honum
er ætlað að vígja biskupa til. Unr það hefur Gissur fengið fulla vissu
eftir heimkomu Jóns biskups frá vígslu 1106 og honum jafnframt verið
ljóst, að til þess að fá sanrið kristinrétt er frambærilegur væri fyrir erki-
biskup væri nauðsynlegt að gera ýmis nýmæli á þjóðveldislögunum.
Það er þetta sem felst í hinstu bón Gissurar til alþingis og hann hefur
talið nauðsynlegt skilyrði þess að erkibiskup vígði fleiri biskupa til
landsins að loforð fylgdi um kristinrétt, og einnig að Þorlákur Runólfs-
son tæki við biskupskjöri. Alþingi varð við bóninni og Þorlákur tók við
biskupskjöri og sigldi þá um haustið á fund erkibiskups sem vígði hann
til biskups 1118. Þegar eftir heimkomuna hefur biskup og helstu kenni-
menn landsins hafist handa um að senrja kristinna laga þátt og hann
verið fullgerður 1121 og Kctill Þorsteinsson biskupsefni haft hann nreð
sér til Lundar og Össur erkibiskup samþykkt hann og veitt Katli vígslu.