Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Blaðsíða 88
92
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Varðveist hafa um 2000 lágmyndir í Evrópu og um 74 altaristöflur,
heilar eða í brotum, en þar af eru sjö frá íslandi.28 Þær eru úr eftirfar-
andi kirkjum: Hítardal á Mýrum, Hólum í Hjaltadal, Kirkjubæ í Hró-
arstungu, Munkaþverárklaustri, Möðruvöllum í Eyjafirði, Reynistaða-
klaustri og Þingeyraklaustri. Allar þessar töflur eru enn á íslandi nema
Munkaþverártaflan, sem er í Nationalmuseet í Kaupmannahöfn.
Til Englands hafa borist fimm altaristöflur: í Victoria and Albert
Museum er Swansea-altarisbríkin, tvær píslarbríkur, þar sem einungis
töflurnar sjálfar hafa varðveist án umgjörðar, og postulabrík,29 og ein
brík er í láni í Norwich Castle Museum.30 Þar að auki er ein altaristafla
í Hollandi,31 ein í Þýskalandi, sjö á Ítalíu,32 átta á Spáni,33 þrjár í Dan-
mörku,34 uin þrjátíu og þrjár í Frakklandi (sú merkasta er í Musée
Vivenelle í Compiégne),33 þrjár í Noregi, tvær í Póllandi, ein í Austur-
ríki,36 ein í Portúgal og tvær í Júgóslavíu.37
í íslenskum kirkjumáldögum er nefndur fjöldi altarisbríka og líkn-
eskja úr alabastri.38 Þessi verk voru flutt inn til landsins að meginhluta
á 15. öld og í byrjun 16. aldar þegar öflugt verslunar- og menningar-
samband var milli íslands og Englands.39 Englendingar hófu reglulegar
siglingar til íslands um 1412 og tóku þar við af Norðmönnum. Þeir
sigldu hingað allt fram til 1550 er Hansamenn náðu yfirráðum. Aðal-
höfnin sem siglt var frá til íslands var King’s Lynn. En einnig var siglt
frá Bristol, Great Yarmouth, Hull, Ipswich og London. Á þessu tíma-
bili voru flestir biskupar landsins útlendingar. Á Hólum voru biskupar
enskir frá 1424—1441 en sumir þeirra komu aldrei til landsins.40
Heimildir
Þær heimildir sem einkum er stuðst við þegar aldur enskra alabast-
ursmynda frá íslandi er grcindur eru kirkjumáldagar frá 15. og 16. öld,
en skýrslur presta til dönsku fornleifanefndarinnar 1817-1823 koma
stöku sinnum að góðum notum þegar ekki er getið um alabastur í
máldaga kirkjunnar.41 En þó má ætla í mörgum tilfellum að gripir hafi
verið úr alabastri án þess að efnis sé getið.
Getið er 79 alabastursverka í 43 kirkjum í þessum heimildum, og eru
það altarisbríkur og líkneski. 14 verk eru varðveitt (þar af eitt úr óþekktri
kirkju) en ekki eru heimildir til fyrir þeim öllum. Verða nú raktar helstu
heimildir þar sem alabasturs er getið.
A. Innflutningsskýrslur, enskar: Heimildir um innflutning á alabastri eru
mjög af skornum skammti. Einungis tvær skýrslur frá 1492 og 1514