Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Blaðsíða 28
32
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Mynd 12. EÁ III. Eyrna-
ádrállur frá Gerðnni í Land-
eyjum. Ljósm. Olc Wich.
Mynd 13. Minjasafn Haralds
Olafssonar í Skógum, nr. 1123.
Ljósm. Haraldur Ólafsson.
Á honum er fléttuhnútur af sérstæðri gcrð og bregður fyrir skyldleika
við hakakross. Hnúturinn er oddlaga skákross, myndaður af fjórum
hlutum er mætast í miðju. Stærð og formi ber að öðru leyti að öllu
saman við ádrætti EÁ II. Haraldur fékk hann hjá Ólafi Túbals listmálara
í Múlakoti í Fljótshlíð 8. júlí 1956.
Eyrnaádrættir af gerð EÁ II fylgja Pjms. 1706 (ennislauf EL III),
beislisbúningi frá Gerðum (ennislauf EL II), Búlandsbcisli í Skógasafni
(ennislauf EL III), beislisbúningi á Skammadalshóli (ennislauf EL I),
beislisbúningi frá Litluheiði (ennislauf EL III), beislisbúningi í Skálmar-
bæ (ennislauf EL I), beislisbúningi frá Blómsturvöllum (ennislauf EL
III) og Reynivallabeisli í Byggðasafni Austur—Skaftfellinga (ennislauf EL
III).
Eyrnaádrættir EÁ II, samstæðir eða stakir og án samfylgdar ennis-
laufa hafa nokkrir komið í leitir. Byggðasafn Austur—Skaftfellinga á
Höfn á einn frá Rauðabergi á Mýrum (nr. 442). Þjms. 5790 er stakur
eyrnaádráttur af þessari gcrð. Sama máli gcgnir um nr. 3462 í Skóga-
safni frá Hátúni í Vestur—Landeyjum. Nr. 819 í Skógasafni er ádráttur
af gerð EÁ II, frá Sigurjóni Magnússyni í Hvammi er fékk hann hjá
Eiríki Ólafssyni á Núpi undir Eyjafjöllum, grcinilega eftirlíking, heldur
illa grafm. Samstæðir ádrættir af gerð EÁ II eru nr. S:37 í Skógasafni
og Þjms. 2001. S:37 er frá Búlandi í Skaftártungu. Þjms. 2001 var skráð
inn í Þjóðminjasafnið 31. des. 1881 og er ekkert vitað um fyrri sögu.
Nordiska museet á tvær samstæður eyrnaádrátta af gerð EÁ II.
Önnur, nr. 35157, er úr söfnun Rolf Arpi, hin, nr. 64973, er í safni sr.
Helga Sigurðssonar. Líklegt er að hún hafi fylgt nr. 65100 inn í safn sr.
Helga, ennislaufinu af gerð EL III. Samflot eyrnaádrátta EÁ I og EÁ