Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Blaðsíða 66
70
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ríði systur Guðríðar. Þau fluttu í húsmennsku að Seglbúðum og bjuggu
í sambýli við foreldra Ólafs til 1838. Forcldrar Ólafs fluttu að Eintúna-
hálsi 1838 og varð hann þá einn bóndi í Seglbúðum og bjó þar til
dauðadags. Hann missti konu sína 1839 og giftist ári síðar Önnu
Eyjólfsdóttur frá Mörtungu. Faðir hennar var sonur Þórarins ísleiks-
sonar í Skál. Fjölmenn ætt er komin frá Ólafi.
Ólafur dó 20. febrúar 1864. í sýsluskjalasafni Vestur—Skaftfellssýslu í
Þjóðskjalasafni cr varðveitt góð uppskrift á dánarbúi hans. Tclja verður
að í hcnni komi fram margir hlutir sem tengjast smíðum Ólafs Þórar-
inssonar, fráleitt hefur hann flutt öll smíðatól sín inn í Hálsinn 1838.
Uppskriftin varpar einnig ljósi á Ólaf yngra sem höfuðsmið.
Fátt kemur á óvart í búsáhöldum, það væru þá helst hjólbörur.
Heimilið hefur sótt björg í mela því sofnhús og troðslubyttur eru skráð
til virðingar. Til góðgripa tcljast í virðingu rciðtygi karls og konu og
þó mcð miklum virðingarmun, reiðtygi karlmannsins eru 5 ríkisdala
virði, konunnar 13 ríkisdala virði. Anna í Seglbúðum hefur eftir þessu
að dæma átt vandaðan söðul, sennilega búinn drifnu látúni, og beisli við
hæfi. Tvær mahóníkistur eru í búinu, önnur í hárri virðingu, 8 dala
virði, hin þriggja dala virði. Kista Davíðs Ólafssonar mun koma fram
í þcirrTverðmciri, hin féll í lilut Vilborgar dóttur Ólafs við skiptin.
Franr er talinn málaður skápur, virtur á þrjá dali. Hann féll í lóð Ólafs
föður Davíðs og var með nokkrum hætti til langt fram á þessa öld. Um
1940 var þessi skápur líklega rúmur metri á hæð, knappir 70 cm á
breidd og stóð á fjórum fótum. Á framhlið var krosslaga hurð með
vænum strikuðum listum á brúnum. Strikaðir listar voru á skápbrún-
inni að ofan. Skápurinn var blámálaður, strikaðir listar þó málaðir með
rauðum lit. Rauðmálað eignarmark var á hornum að ofan, annars vegar
G B D, hinsvegar A S sem útleggst Guðríður Björnsdóttir á skápinn.
Yfir hurðinni var letrað rauðum stöfum ANNO 1833. Þrjár hillur voru
í skápnum. Ekki fer á milli mála að hann hefur verið smíðaður Guðríði
Björnsdóttur til eignar. Davíð Ólafsson sagði Björgvini Ólafssyni frá
Steinsmýri, bróðursyni sínum, að skápnum hefði verið breytt nokkuð
í cndursmíði, málning endurnýjuð og mcrking gerð upp, hún hefði
verið fegurri fyrr. Björgvin ætlaði að varðveita skápinn en honum var
tortímt í geymslu. Annarhvor þcirra Stcinsmýrarfeðga hefur verið
höfundur skápsins.
Seglbúðahcimilið var vel búið að húslestrarbókum, aðrar bækur
nokkrar, lögbókin Jónsbók, Rit Lærdómslistafélagsins, 1001 nótt svo
dæmi séu nefnd. Skáktafl hcfur verið heimafólki og gestum til skemmt-
unar.