Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Blaðsíða 195
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFN 1985
199
Pær Halldóra og Kristín sóttu fund Norræna forvarðasambandsins í
Finnlandi 9.—16. júní og flutti Halldóra þar erindi um forvörzlu í
Þjóðminjasafni.
Þá skal þess getið, að Halldóra Ásgeirsdóttir annaðist að miklu leyti
ljósmyndun fyrir safnið svo og kópíeringu eftir gömlum filmum.
Þjóðháttadeild.
Fyrr er getið tímabundinna starfsmannabreytinga við þjóðháttadcild,
en Sigríður Sigurðardóttir BA, sem starfaði þar tímabundið vann auk
daglegra starfa að atriðisorðaskrá um upplýsingar sem safnazt hafa óháð
spurningaskrám.
Sendar voru út tvær nýjar spurningaskrár á árinu, nr. 61 um drawna
og 62 um brauðgerð og kornmölun á heimilum. Auk þess var haidið áfram
söfnun heimilda um lifnaðarhætti í þéttbýli og töluvert sent út af fyrri
skrám.
838 númer bættust við heimildasafn dcildarinnar á árinu og er það
nálægt 300 númerum meira en síðustu tvö árin. Þetta má þakka
auknum starfskrafti undanfarið, m.a. vegna framlags heilbrigðisráðu-
neytisins til þjóðháttarannsókna á dvalarheimilum aldraðra. Þessi sam-
vinna þjóðháttadeildar og heilbrigðisráðuneytisins hefur tvenns konar
markmið, annars vegar öflun heimilda sem hafa menningarsögulegt
gildi, og hins vegar að starfsmenn séu vistmönnum dvalarheimilanna til
andlegrar liressingar. Að þessu unnu á vegum Þjóðháttadeildarinnar 17
manns í samtals um 30 mánuði 1985. — Reykjavíkurborg bætti við 50
þús. króna styrk til þjóðháttasöfnunar á dvalarheimilum aldraðra í
borginni.
Fornleifadeild.
Helztu verkefni fornleifadeildar voru fornleifarannsóknir í Þingnesi
og á Stóruborg eins og undanfarin ár. Þá voru minni háttar rannsóknir
gerðar í Skálholti, Hjálmsstöðum í Laugardal, Kirkjubóli í Skutulsfirði
og Garðabæ. Fornleifaskráning var gerð í Arnarneshreppi í Eyjafirði,
Stykkishólmshreppi og Biskupstungum. Auk þess voru ýmsar smærri
könnunar- og rannsóknarferðir farnar eins og venjulega.
Unnið var einn mánuð í Þingnesi, 19. júní til 19. júlí og beindist
rannsóknin aðallega að lítilli rúst, sem lá undir grjóthringnum mikla,
sem áður hafði komið í ljós. Ljóst er, að hún er af annarri gerð en aðrar
rústir, sem kannaðar hafa verið þar, og liggur mun dýpra, og varð þó
ekki fullrannsökuð.