Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Blaðsíða 205
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFN 1985
209
Dr. Ellen Marie Mageroy hélt fyrirlestur sinn á vegum sjóðsins 10.
september í Odda, húsi Háskólans, og talaði um íslenzk drykkjarhorn,
„Utskarne islandske drikkehorn með middelalderdekorasjon." — Voru
báðir fyrirlestrarnir vel sóttir og dvöldust fyrirlesarar hér ásamt mökum
sínum í boði sjóðsins nokkra daga. Var farið með þá í ferðir um ná-
grennið.
Svo var ráð fyrir gert, að fyrirlesarar skiluðu handritum að erindum
sínum til prentunar, en þau höfðu ekki borizt um áramót.
Á árinu kom út fyrirlestur Charlotte Blindheim: „Handelsproblemer
i norsk vikingtid", er hún hélt á vegum sjóðsins 1982, og var það hefti
nr. V-Vl.
Norrœnn safnmannafundur.
16. norræni safnmannafundurinn var haldinn í Reykjavík, í Odda,
hugvísindahúsi Háskólans, 12.—15. ágúst 1985. Þátttakendur voru 115
frá öllum Norðurlöndunum, þar á meðal Færeyjum og Álandseyjum.
Halldóra Ásgeirsdóttir og Lilja Árnadóttir voru ritarar og fram-
kvæmdastjórar fundarins, auk þess scm aðrir safnmenn hjálpuðu til við
undirbúning og framkvæmd eftir því sem efni stóðu til. Fundir voru
haldnir í fjóra daga, en skoðunarferðir þó inn á milli. Aðalefni fundarins
var um safnabyggingar, og voru haldin ýmis fróðleg erindi um það
efni, en íslenzku erindin beindust einkum að því að kynna gestum söfn
og menningu landsmanna, sem eðlilegt var, þar sem fáir höfðu komið
hingað áður eða þekktu til mála hér á landi.
Listasafn íslands og Þjóðminjasafnið buðu til kvöldverðar í nafni
íslandsdeildarinnar, og Árbæjarsafn bauð til hádegisverðar er safnið var
skoðað, og einnig veitti Reykjavíkurborg kvöldverð í Viðey, er farið
var þangað út. Þá hafði menntamálaráðuneytið móttöku fyrir fundar-
menn á Þingvöllum, auk þess sem það veitti fjárstyrk til að ráðstefnuna
mætti halda.
Þótti fundurinn takast mjög vel, veðrið var gott og notfærðu sér
margir að fara í þriggja daga ferð að fundinum loknum, um Rangár-
valla- og Skaftafcllssýslur, en farið var allt austur að Hofi í Öræfum og
Fjallabaksleið nyrðri til baka.
14