Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Blaðsíða 201
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFN 1985
205
kr. til viðgerðarinnar, en Hjörlcifur Stefánsson arkitekt hafði umsjón
með henni.
Undirfellskirkja í Vatnsdal var kláruð og var þar staðið rnjög mynd-
arlega að verki og viðgerðin framkvæmd á skömmum tíma. Gert var
við veggi og sett nýtt gólf í kirkjuna og einnig nýir bekkir, en hinir
gömlu voru í engu samræmi við upphaflega teikningu kirkjunnar. -
Þorsteinn Gunnarsson arkitekt hafði umsjón með viðgerðinni.
Búðakirkja á Snæfellsnesi var kláruð á ytra borði, en Hörður Ágústs-
son hefur umsjón með viðgerðinni.
Amtmannshúsið á Stapa var flutt þangað vestur sundurtekið og
grindin sctt upp, nærfellt á sama stað og húsið stóð í upphafi. — Þetta
verk annaðist Hjörleifur Stefánsson og er hann í reynd eigandi hússins.
Egilsenshús í Stykkishólmi var tekið til allsherjarviðgerðar, en tveir
heimamenn hafa nú eignazt húsið og hyggjast nota það í santbandi við
ferðamannamóttöku. - Er viðgerð þess undir umsjón Hjörleifs Stefáns-
sonar.
Hafm var viðgerð Randúlfssjóhúss á Eskifirði og voru endurnýjaðir
bryggjustaurar undir húsinu.
Áður er getið viðgerðar smíðahússins á Skipalóni.
Aðrar viðgerðir, sem nefndin átti hlut að og fé var veitt til, voru
minni háttar, en flestar þó liðir í gagngerum viðgerðum viðkomandi
húsa. — Að auki veitti nefndin sérfræðiaðstoð í formi greiðslu á vinnu
arkitekta við ýmis þessi hús svo og önnur.
Húsafriðunarnefnd fór til Stykkishólms 12. maí til að skoða fram-
kvæmdir við Norska húsið, sem nú má heita fullbúið, og einnig til að
kynnast öðrum gömlum byggingum þar í sambandi við viðgerðir og
styrkbeiðnir. - En í Stykkishólmi er enn mikið eftir af húsum frá 19.
öld, sem sett hafa svip sinn á staðinn, og er nú mikill og lofsverður
áhugi á að hlynna að þeim og bæta yfirbragð gamla bæjarins. Hefur
nefndin þess vegna reynt að styðja þessar framkvæntdir eftir mætti.
Dómkirkjan í Reykjavík hlaut vandaða viðgerð, en fengið var nýtt og
mjög vandað orgel í kirkjuna og um leið var skipt um gólf, sett trégólf
eins og verið hafði í upphafi, og var þetta ekki sízt gert til að bæta
hljómburð. — Þorsteinn Gunnarsson hafði umsjón með verkinu á
vegum nefndarinnar.
Ekki tókst að þoka viðgerðarmálum Árneskirkju á Ströndum neitt á
árinu og eru menn nú vondaufir um, að meir takist að hreyfa því máli.
Hörður Ágústsson fór ásamt þjóðminjaverði 29. sept. að Eystri-Með-
alholtum í Flóa, en þar stendur enn að nokkru gamall bær, hinn síðasti
á Suðurlandi, og er baðstofan byggð 1895. Nú hafa nýir eigendur