Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Blaðsíða 23
ÞJÓÐHAGINN FRÁ HNAUSUM
27
Ennislauf skiptist í tvo hluta, nefnist efri hlutinn hald en sá neðri lauf
eða hjarta, enda oftast hjartalaga.
Ennislauf Ólafs Þórarinssonar eru að formi áþekk ennislaufum 18.
aldar, skrautstíll þeirra stendur á gömlum merg en eigi að síður eru þau
með einstaklingsbundnum blæ og greina sig frá annarra verkum. Sjón
er sögu ríkari og ljósmyndir segja meira en mörg orð. Ekki verður þó
undan því vikist að gera nokkra grein fyrir hinum ýmsu gerðum af enn-
islaufum Ólafs.
Einkenni fjögurra gerðanna er það að laufin eða hjörtun eru gegn-
skorin, skreyting þeirra bandhnútar og böndin breið og verkleg miðað
við það sem sjá má á mörgum gömlum ennislaufum. Böndin eru strik-
uð (grafm) á brúnum cr gefur sterkari svip. Skreyting á hjartanu er að
mestu til orðin í steypunni. Höldin eru hinsvegar til mestra muna með
gangalaverki og nokkuð breytilegri skrcytingu. Efst á þeim eru svo-
nefnd eyru. Stoðir eða lcggir ganga frá miðjum laufeyrunum niður á
hjartað, sitt hvorum megin við haldið og eru raunar hluti af því. Um
skorurnar utanvið haldið gengur ennisólin, þrædd aftan við haldið.
Laufin eru þykkust við brúnir og því íhvolf á baki. Gerðirnar EL I—EL
V eru allar steyptar eftir mótum. Frummótin hafa verið skorin í ókleyf-
ið tré. Eftir þeim hafa svo ennislauf verið steypt í fjöldaframleiðslu - ef
svo má segja. Skógasafn á tvö blýmót að ennislaufum. Annað þeirra er
fengið á Maríubakka í Fljótshvcrfi og vill svo til að tvö varðveitt enn-
islauf, steypt eftir því, eru varðveitt á söfnum, annað í Nordiska mus-
eet, liitt í Skógasafni og verður engum geturn leitt að uppruna þeirra.
Ennislauf af gerð EL I eru 8 cm að lcngd (upp og niður), mest breidd
er 4,5 cm, brcidd á haldi (milli leggja) er 0,9 cm, breidd út á eyru 4,4
cm.
Haglega brugðinn, órofinn bandhnútur er í hjartalaufinu. Útlínur
hans eru hjartalaga en hið innra vinst hann tvíbrugðinn í formi sem
minnir á tölustafinn 8 og rennur neðst saman við brodd laufsins. Á
þessu er hreint, gerðarlegt verk, öryggi og listræn tilfinning ráða ferð.
Bandið er breitt og grafið línum með jöðrum og kílskorið á samskeyt-
um.
Laufhaldið er það mjótt að ekki verður komið fyrir mikilli skreyt-
ingu. Ofan í það eru grafnir með gangalaverki fjórir tíglar. Bogi eða
bugur er efst á haldinu og ganga laufeyrun út sitt hvorum megin við
hann. Þau eru kílskorin langsum á framhlið og grafin línum mcð
brúnum. Ávali er út af öllum brúnum laufsins.
Aðeins eitt ennislauf af gerð EL II hefur fyrirfundist, laufið á reið-
beisli Eyjólfs á Hnausum. Skreyting í hjarta er náskyld bandhnútnum á