Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Blaðsíða 193
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFN 1985
197
notaðar verða til að smíða fyrir útihurð, og þá var hafin fjársöfnun
meðal lyfsala og lyfjabúða til að hleypa mætti meiri krafti í viðgerðina,
og höfðu safnazt 210 þús. krónur þannig. - Þá veitti Jón Steffensen
prófessor umtalsverðan Qárstuðning til viðgerðarinnar, en hann hefur
jafnt og þétt verið hvatamaður hennar og unnið leynt og Ijóst að fram-
gangi viðgerðarinnar. Aðrir læknar, og þá einkum Jón Gunnlaugsson,
hafa einnig stutt vel að framhaldi hennar.
Ekkert var hins vegar unnið í Viðey, enda var fé það, sem veitt var
til Viðeyjarstofu og Nesstofu sameiginlega aðeins 750 þús. krónur eins
og árið áður, og þótti ckki skynsamlegt að skipta því milli verkefnanna,
heldur reyna að þoka viðgerðarmálum Nesstofu því betur áfram. - í
upphafi ársins var gerð kostnaðaráætlun um viðgerð Viðeyjarstofu, og
hljóðaði hún upp á 7,1 milljón króna, aðeins sjálfs hússins, en þá er
kirkjan eftir svo og frágangur og lagfæring á umhverfi.
Reykjavíkurborg hefur lofað að leggja rafstreng út í Viðey á sumri
komanda, og mun það breyta öllu hvað snertir upphitun hússins í fram-
tíðinni, og gera alla smíðavinnu miklum mun auðveldari.
Alþingi samþykkti um vorið þingsályktunartillögu um að hraðað
skyldi viðgerð Viðeyjarstofu og að henni yrði lokið fyrir 18. ágúst
1986, á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar. En samt fengust engir þeir
pcningar á fjárlögum, sem dygðu til að ljúka verkinu, en þó var íjár-
veiting hækkuð upp í 2,5 millj. króna, til beggja þessara verkefna, Nes-
stofu og Viðeyjarstofu, og er það vissulega nokkur bót.
Haldið var áfram viðgerð Beykisbúðar frá Vopnafirði í Árbæjarsafni,
en þó einungis í litlum mæli vegna fjárskorts.
Þá keypti safnið á árinu gamla íbúðarhúsið á Keldum, það sem reist
var 1937 er hætt var að búa í gamla bænum, og fylgdi landspilda
umhverfis. Fékk menntamálaráðuneytið sérstaka fjárveitingu í þessu
skyni, en þarna er ætlunin að hafa aðsetur fyrir gæzlumann framvegis
og einnig snyrtingu fyrir gesti.
Á árinu voru stofnuð samtökin Minjavernd, sem taka munu við hlut-
verki Torfusamstakanna að verulegu leyti, svo og að vinna að annarri
húsavernd í landinu. Eiga þar sæti í stjórn fulltrúar fjármálaráðuneytis
og Þjóðminjasafns af hálfu opinberra aðila, og er Lilja Árnadóttir deild-
arstjóri fulltrúi safnsins.
Hún tók einnig sæti í stjórn Þjóðveldisbæjar og er þar formaður.
Drög voru lögð að viðgerð Krýsuvíkurkirkju og fór þjóðminjavörð-
ur ásamt Hjörleifi Stefánssyni þangað 24. sep>t. og gerðu þeir rækilega
úttekt á kirkjunni. Hún er mjög viðgerðar þurfi, m.a. vegna skemmd-
arverka.