Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Blaðsíða 137
MEÐ DÝRUM KOST
141
3. mytid
5. mytid
2. myttd. Ljósmynd og teikningar
afþremur hliðum Pjms. 5365.
búturinn hefur verið klofinn þar.
Breiðari endinn er trosnaður og
gulleitari, ber merki þess að hafa
legið við rakt torf. Að framan er
dottið upp úr skurðinum.
Þjms. 5366 er 141 cm langur.
Hann er misbreiður. Breiðari end-
inn er 12 cm en sá mjórri 9 cm rétt
við þar sem dottið hefur stykki
upp úr, því yst endar hann út í
ekki neitt. Hægri hlið er slétt og á
henni spor 34 cm frá efri brún, 2
cm vítt, 5 crn breitt og 0,8 cna
djúpt. Far, líklega eftir nagla, er á
þessari hlið 27,5 cm frá neðri brún.
Sama trosnun og litur er á efri
enda eins og á Þjms. 5367. Bakhlið
er hrjúf og ekkert er þar að sjá
smíðamerkja. Vinstri hlið er hrjúf.
Þjms. 4883 er 117 cm langur, 12
cm breiður og tæpir 9 cm þar sem
hann er þykkastur. Á vinstri hlið
er fals 1 cm djúpt og 2 cm breitt
þar sena það er breiðast neðst en
mjókkar upp og er aðeins 1,5 cm
efst. 16 cm frá efri brún gengur
spor inn úr falsinu 12,8 cm hátt, 2
cm breitt og 1,7 cm djúpt. í botni
þess er einn járnnagli og far eftir
annan. 53,5 cm neðar er sívalt far
1,6 cm í þvermál. Á bakhlið, sem
raunar er í þrem flötum, eru leifar
eftir a.m.k. 10 járnnagla, en á
einum þessara þriggja bakflata er
spor 44 cm frá efri brún, 7 cm vítt,
2,5 cm breitt og 1 crn djúpt.
Fjögur naglaför eru á botni þess.
Spor eru í skurðfleti 15 cm fyrir
ofan neðri brún, 8 cm vítt, 2,5 cm
hátt og 1,5 cm djúpt.