Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Blaðsíða 45
ÞJÓÐHAGINN FRÁ HNAUSUM
49
Gripir í Nordiska museet
Koparsmíði Ólafs Þórarinssonar í Nordiska museet í Stokkhólmi
kom þangað eftir tveimur leiðum, annarsvegar úr söfnun Rolf Arpi á
Islandi 1882, ltinsvegar með safni sr. Helga Sigurðssonar frá Melum, en
hann seldi Nordiska museet einkasafn sitt árið 1888 er fullreynt var að
samlandar hans höfðu ekki áhuga á því að festa það íslandi til eignar.
Rolf Arpi stóð vel að vígi í söfnun sinni, íslenskir áhrifamenn gáfu
honum gamla listmuni og stuðluðu að því að hann kænrist í færi við þá.
Nefna má þar til Guðmund Thorgrímsen verslunarstjóra á Eyrarbakka,
dr. Grím Thomsen, Magnús Stephensen landshöfðingja, Árna Thor-
steinsson landfógeta og síðast en ekki síst Sigurð Vigfússon forstöðu-
mann Forngripasafnsins. Sigurður hafði skipti á gripunr við Rolf Arpi
og lét hann fá gripi án þess að nokkuð kæmi í staðinn að því er séð
verður.
Gripir Ólafs Þórarinssonar úr söfnun Rolf Arpi eru 7 safnnúmer og
nreð vissu frá eigi færri en tveimur búnum beislum, en þó er engan veg-
inn víst að hér sé um samstæður ennislaufa, bitilskjalda og ádrátta að
ræða. Til þess bendir þó fremur það að hlutirnir fylgjast að mestu að í
númeraröð. Ferill gripanna hér á landi er óþekktur.
Nr. 35151 er tveir samstæðir bitilskildir og eiga algera samstöðu nreð
bitilskjöldum frá Steinsstöðum (Þjms. 5314—5316) og bitilskjöldum í
Skógasafni (S:31 a og S:31 b). Hér er það talan 888 sem fléttast saman
innan í hring, bandfléttan tvístrikuð og umgerð tvístrikuð. Depill eða
hola er í miðju og hnoðgötin þrjú á sínum stað. Stærðin er hin sama,
þvermál 5,6 cm. Hér ber ekkert á milli.
Mynd er af öðrum skildinum í Afbildningar 1890 (nr. 89). Skildirnir
voru skráðir inn í safnið 23. nóv. 1882.
Nr. 35152 er bitilskjöldur, 6,2 cm í þvermál, af sönru stærð og gerð
og bitilskildir á Reynivallabeisli í Byggðasafni Austur-Skaftfellinga á
Höfn, á Hnappavallabeisli nr. 909 í Þjóðminjasafninu og á beisli Páls
Eyjólfssonar, nr. 1706 í sama safni. Þrír brotnir hnoðnaglar úr járni eru
á skildinum. Mynd af honum er í Afbildningar 1890 (nr. 91). Þetta
kynni að vera skjöldurinn sem vantar á beisli Páls Eyjólfssonar. Hann
var skráður inn í safnið 23. nóv. 1882.
Nr. 35153 er ennislauf sem greinilega sver sig í ætt til smíði Ólafs
Þórarinssonar en stendur þó eitt sér í röð smíðisgripa. Það er 10,2 cm
á lengd. Gerð er grein fyrir því í lýsingu ennislaufa og gefið auðkennið
EL V. Mynd af því er í Afbildningar 1890 (nr. 87). Það var skráð inn
í safnið 23. nóv. 1882.
Nr. 35154 er ennislauf af gerðinni EL 1, tíunda laufið af þeirri gerð