Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Blaðsíða 76
80
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
lagasöfnum Konungsbókar og Staðarhólsbókar væri ætlað að þjóna,
því lögbækur í venjulegum skilningi þess hugtaks væru þau ekki. Um
það atriði ríkti frá upphafi talsverður ágreiningur nrilli Finsens og Kon-
rads Maurer scm síðan liefur haldist meðal annarra aðila er um það hafa
fjallað, án þess að inn í þær umræður hafi spunnist hugleiðingar um
fyrir hvaða aðila þessi handrit voru gerð. En uin annað mikilvægt atriði
til skilnings á heimildargildi Grágásar voru þeir Finsen og Maurcr sam-
mála, nefnilega að meginhluti laganna hafi verið í munnlegri geymd þar
til veturinn 1117—1118 að hafist var handa um ritun Flafliðaskrár. Og
það má segja að flestir okkar bestu sagnfræðingar hafi hallast að því áliti
og að hápunktur þess birtist í skoðun Fritz Kerns á lögum Germana,
sem telur varðvcislu þcirra, öðrum þræði, byggjast á meðfæddri eðlis-
ávísun til að rata bestu leiðina til lausnar deilumála, sem hafi gengið að
erfðum frá kynslóð til kynslóðar. Auk heimspekilegra bollalegginga eru
aðalrökin fyrir þessari kenningu að Grágás hafi verið í munnlegri
gcymd og að engar germanskar heimildir eru varðveittar frá hámið-
öldum cða síðar er eigi nokkuð skylt við Grágás. (Um skoðun Kerns
sjá Skírni 1984, 158, 121-158.)
Að mínu mati er sagnfræðilegt heimildagildi munnlegrar geymdar
mjög takmarkað og nánast ckkert sé skoðun Kerns lögð til grundvallar,
þess vcgna skiptir það höfuðmáli um slíkt mat hvernig geymd þjóð-
vcldislaga okkar var varið. Handritin sjálf bera engin ótvíræð merki um
varðveislu þcirra atriða sem þar eru skráð, en eru eldri að uppruna en
Hafliðaskrá, þó að sumir telji að í hugtakinu lögsaga felist að hún hafi
vcrið samkvæmt minni, cn ekki skráðum heimildum, og að sá skiln-
ingur komi lieim við frásögn Ara fróða í íslendingabók þar sem segir:
Et fyrsta sumar, es Bcrgþórr sagði lgg upp, vas nýmæli þat gQrt, at
lQg ór skyldi skrifa á bók at Hafliða Mássonar of vetrinn cptir at
sQgu ok umbráði þeira Bergþórs ok annarra spakra rnanna, þcira es
til þess váru teknir. Skyldu þeir gorva nýmæli þau q11 í lQgum, es
þeim litisk þau betri en en fornu lQg. Skyldi þau segja upp et næsta
sumar eptir í lQgrcttu ok þau q11 halda cs enn meiri hlutr manna
mælti þá eigi gegn. En þat varð at framfara, at þá vas skrifaðr Víg-
slóði ok margt annat í lQgum ok sagt upp í lQgréttu af kenni-
niQnnum of sumarit eptir. (ísl. fornrit I 1, 23—24.)
Það cr vandséð að nýmælið eigi við það, að þá fyrst hafi lögin vcrið
rituð, en Vilhjálmur Finsen lagði þann skilning í orð Ara og mun það
hafa mótað skoðun hans á þjóðveldislögunum í þá veru að þar sem þau
væru ekki færð í letur fyrr en rúmri öld cftir kristnitöku væri tilgangs-
laust að leitast við að greina á milli heiðinna og kristinna lagahugtaka og