Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Blaðsíða 75
JÓN STEFFENSEN
GRÁGÁS, VANMETIN OG
MISSKILIN HEIMILD
Grágás, hin fornu þjóðveldislög okkar, eru um það sérstæð meðal
annarra laga, að í þau skortir sterkt framkvæmdarvald, konung eða
keisara, sem sér um að lögunum sé hlýtt, í Grágás cr það alla jafna
sóknaraðilans að sjá um að dómur, sem hann fær dærndan, nái fram að
ganga. Þetta er vafalítið einnig ástæðan fyrir því hve Grágás er mikil að
vöxtum og margt þar ítarlcga tilgreint, þar sehi lög, er styðjast við
sterkt framkvæmdarvald komast af mcð styttra mál, en ætla stjórnanda
að leysa vandamálin. Á tímum þjóðveldisins, þegar kóngar og keisarar
óðu uppi, er þess vcgna vandfundin hliðstæða við Grágás.
Vilhjálmur Finsen gaf út öll hin fornu Grágásarhandrit og handrita-
brot er citthvcrt sjálfstætt gildi hafa og er það aðeins eitt þeirra, Kon-
ungsbók (Gr. Ia og Ib), sem scgja má að gcymi öll þjóðveldislögin eins
og þau voru cftir kristnitöku. Staðarhólsbók (Gr. II), hina aðalskinn-
bókina af Grágás, vantar veigamikla þætti laganna, þingskapaþátt,
baugatal, lögsögumannaþátt, lögréttuþátt, rannsóknaþátt. Brot af
landabrigðisþætti er í AM 315 fol D, skinnhandriti frá um 1150, og loks
útdrættir úr lögunum á pappírshandritum sem virðast teknir úr öðrum
forritum en þegar talin skinnhandrit, svo alls er þá vitað um tilvist
fimm sjálfstæðra handrita af hinum veraldlega hluta þjóðveldislaganna
(Gr. III, XXX). Öðru máli gegnir um kristinna laga þátt, af honum
sérstökum og tíundarlögunum eru til mörg, góð skinnhandrit auk Kon-
ungsbókar og Staðarhólsbókar, enda var hann í gildi mun lengur cn
hinn vcraldlcgi hluti Grágásar. Útgáfa Finsens er vönduð hvað snertir
lýsingu og lestur handrita og mat á gildi hvers þcirra og innbyrðis
afstöðu hvers til annars. Þar er orðasafn yfir hclstu lagahugtökin og má
segja að við þeirri frumgerð hafi lítt vcrið hróflað síðan henni lauk með
útgáfu Skálholtsbókar (Gr. III) 1883.
Hafi þannig ágæti útgáfu Finsens á Grágás verið ágreiningslaust að
kalla, þá verður það sama ckki sagt um hvaða hlutverki hinum miklu