Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Síða 53
SUNNUDAGUR l' LANDI, SÆTSÚPA TIL SJÓS
73
inn: Grautur úr mjólk, hollenskri mjólk, cr fluttist í dós, sem á var
kollótt rauðflekka. Það var líka rúsínuilmur í þessum einri. Sunnu-
dagur, já einmitt, það var sunnudagur í dag...1"’
Sumir scgja að á sunnudögum hafi menn fengið kjötsúpu, saltkjöt og
baunir, eða kjöt með hrísgrjónagraut á eftir. I einu tilfelli er getið um
stciktan fisk og sætsúpu. Sums staðar var boðið upp á fiskisúpu, en með
lúðu þótti hún sérstaklega bragðgóð. Raunar var afar sjaldgæft að kokk-
urinn bæri steiktan nrat á borð. Ef það yfirlcitt átti sér stað, konr frum-
kvæðið oft frá einhverjum öðrum um borð. Þannig er talað um skip-
stjóra nokkurn, sem einhverju sinni bað kokkinn sérstaklega að stcikja
gellur fyrir mannskapinn.104 Að öðru leyti var maturinn á sunnudögum
hinn sami og aðra daga. Hliðstæð tilbreyting um helgar þekktist auð-
vitað líka á erlendum seglskipum. Þannig fengu t.d. færeyskir skútu-
kallar búðing, cn norskir sjómenn á íslandsmiðum saltkjöt og baunir."b
Eins og áður greinir breyttu íslenskir skútukokkar mjög sjaldan út af
því vanalega. Komið gat þó fyrir að þcir bökuðu pönnukökur, en það
var ekki oft.106 Væri skipið t.d. að veiðum á páskum eða hvítasunnu bar
við, að kokkurinn útbyggi sérstaka máltíð í hátíðaskyni. Verður nú
einum heimildarmanni gefið orðið til að veita frekari innsýn í þetta.
Kemur fram í frásögn hans hvc mikils mcnn mátu öll umskipti í mat:
Það var ein veisla sem ég get sagt þér frá, því það var sannkölluð
vcisla. Þá var ég á hcnni Fanney úr Hólminum, sem var stærsta
skipið sem Sæmundur Halldórsson átti. Við rcyndum nú að vcra
hcima hjá okkur, heima á Sandi, skipshöfnin var flest frá Sandi. En
þá var óhagstætt veður. Það var á hvítasunnu og við vorunr undir
Jöklinum. Norðaustan stormur út Bugtina. Við gátum ekki verið
nema — lögðumst þarna á hvítasunnudag. Og kokkurinn, hann var
nú heimanað, hann hafði nokkuð gott saltkjöt og bjó til ragú og
sætsúpu. Og þetta var vcisla sem að maður man lcngi cftir. Og það
mátti hvcr borða cins og hann vildi. Hann rciknaði með því að við
103. Guðmundur G. Hagalín 1953: 103.
104. Guðmundur G. Hagalín 1952: 151.
105. Jocnsen 1975: 91; Hovland 1980: 101.
106. Aðeins tvcir hcimildarmcnn gcta urn pönnukökubakstur, cn ckki var hann bundinn
við ncinn scrstakan vikudag (ÞÞ 5443: 7, 5435: 7). Sbr. cinnig svör við spurningu
7.4 í viðauka.