Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Síða 58
62
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ars vegar að hluturinn er ekki á neinn hátt líkur þeim þórshömrum sem
þekkjast, og í öðru lagi líkist hann hengikrossi frá Fossi í Hrunamanna-
hreppi, Þjms 6077. Þá er til hengikross frá Rauðnefsstöðum Þjms 10919
(áður í þjóðminjasafni Dana með númerið NM 7253) bæði ámóta stór og
með svipuðum útlínum (mynd 4). I fjórða lagi er stílsvipur gripsins síðbú-
inn. Bæði hengikrossinn frá Fossi og hengikrossinn frá Rauðnefsstöðum
eru með krossi í krossinum, sá fyrri er með gagnskorinn kross (upphaflega
til að fylla í með öðru efni?) en hinn síðari með upphleyptum krossi á. Því
hefur stundum verið haldið fram að krossinn í gegnum gripinn frá Fossi
hefði verið gerður síðar. Gegn því mælir það að þekktur er svipaður hlut-
ur frá Noregi.' Enn einn hengikross er til náskyldur krossinum frá Rauð-
nefsstöðum og er sá varðveittur á Þjóðminjasafni íslands, og hefur númer-
ið Þjms 11258. Krossinn sem Eyrarlandslíkneskjan heldur á er á hvolfi, og
eins hafa hengikrossarnir frá Fossi, Rauðnefsstöðum og Keldum snúið
þegar þeir voru notaðir. Til eru nokkrar gerðir skartgripa sem eins og þess-
ir krossar eru með lykkju til að hengjast upp, neðan við myndefnið, til
dæmis svokallaðir Agnus Dei verndargripir (mynd 8)"’ og einnig verndar-
gripir með Kristsmynd. Sú tilgáta hefur verið sett fram að þetta sé til að
myndin sneri rétt fyrir þeim sem bar hana, þegar eigandinn lyfti henni
upp til að horfa á hana (t.d. í bæn).1'
Þar sem saman koma skegg og kross undir höndum styttunnar frá Eyr-
arlandi hafa bæði skegg og aðalálma krossins skipst í tvennt, en það er
mjög algengt að hökuskegg á grímum geri það's og einnig þekkist það á
krossum á mörgum myndskreyttum rúnasteinum, eins og t.d. steinunum
Sö 2, frá Axala og Sö 27, frá Sör Husby." A þeim báðum er kross í miðju
sem vex klofinn í tvennt upp úr rúnarammanum. Samsetningin gríma og
kross á Eyrarlandsstyttunni stendur mjög nærri skreytinu á steininum Sö
112, Kolunda ' en á honum er gríma sem hreinlega rennur saman í eitt við
teinungakross sem þar er undir. Teinungakross táknar í senn lífstréð og er
haldið saman af hinum guðdómlega hring.'
Fjalirnar frá Flatatungu, Þjms 15296 a-d, eru einstætt dæmi um Hringa-
ríkisstíl á stóru verki. A áðurnefndum fjölum frá Möðrufelli var hver fjöl
skreytt fyrir sig.51 Það fyrirkomulag minnir á hvernig skrauti í Mammen-
stíl er skipt í reiti á skrínunum frá Bamberg og Cammin. Á fjölunum frá
Flatatungu er farið öðruvísi að, skrautinu hefur verið skipað niður í fleti
hvern ofan við annan og það hefur verið samhangandi þvert yfir upp-
runalegan veggflöt.4 í efsta reit bylgjast akantusinn guðdómlegi á ská nið-
ur á við yfir borðin. Þetta er hreint skreyti, jurtastönglarnir eru ýmist með
tvöfaldar útlínur (arfur frá Mammenstíl) eða einfaldar, mjó blöð og breið
skiptast á og á borðanum eru fléttuhnútar, kringlur og pálmettur. Það sem