Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Qupperneq 58

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Qupperneq 58
62 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS ars vegar að hluturinn er ekki á neinn hátt líkur þeim þórshömrum sem þekkjast, og í öðru lagi líkist hann hengikrossi frá Fossi í Hrunamanna- hreppi, Þjms 6077. Þá er til hengikross frá Rauðnefsstöðum Þjms 10919 (áður í þjóðminjasafni Dana með númerið NM 7253) bæði ámóta stór og með svipuðum útlínum (mynd 4). I fjórða lagi er stílsvipur gripsins síðbú- inn. Bæði hengikrossinn frá Fossi og hengikrossinn frá Rauðnefsstöðum eru með krossi í krossinum, sá fyrri er með gagnskorinn kross (upphaflega til að fylla í með öðru efni?) en hinn síðari með upphleyptum krossi á. Því hefur stundum verið haldið fram að krossinn í gegnum gripinn frá Fossi hefði verið gerður síðar. Gegn því mælir það að þekktur er svipaður hlut- ur frá Noregi.' Enn einn hengikross er til náskyldur krossinum frá Rauð- nefsstöðum og er sá varðveittur á Þjóðminjasafni íslands, og hefur númer- ið Þjms 11258. Krossinn sem Eyrarlandslíkneskjan heldur á er á hvolfi, og eins hafa hengikrossarnir frá Fossi, Rauðnefsstöðum og Keldum snúið þegar þeir voru notaðir. Til eru nokkrar gerðir skartgripa sem eins og þess- ir krossar eru með lykkju til að hengjast upp, neðan við myndefnið, til dæmis svokallaðir Agnus Dei verndargripir (mynd 8)"’ og einnig verndar- gripir með Kristsmynd. Sú tilgáta hefur verið sett fram að þetta sé til að myndin sneri rétt fyrir þeim sem bar hana, þegar eigandinn lyfti henni upp til að horfa á hana (t.d. í bæn).1' Þar sem saman koma skegg og kross undir höndum styttunnar frá Eyr- arlandi hafa bæði skegg og aðalálma krossins skipst í tvennt, en það er mjög algengt að hökuskegg á grímum geri það's og einnig þekkist það á krossum á mörgum myndskreyttum rúnasteinum, eins og t.d. steinunum Sö 2, frá Axala og Sö 27, frá Sör Husby." A þeim báðum er kross í miðju sem vex klofinn í tvennt upp úr rúnarammanum. Samsetningin gríma og kross á Eyrarlandsstyttunni stendur mjög nærri skreytinu á steininum Sö 112, Kolunda ' en á honum er gríma sem hreinlega rennur saman í eitt við teinungakross sem þar er undir. Teinungakross táknar í senn lífstréð og er haldið saman af hinum guðdómlega hring.' Fjalirnar frá Flatatungu, Þjms 15296 a-d, eru einstætt dæmi um Hringa- ríkisstíl á stóru verki. A áðurnefndum fjölum frá Möðrufelli var hver fjöl skreytt fyrir sig.51 Það fyrirkomulag minnir á hvernig skrauti í Mammen- stíl er skipt í reiti á skrínunum frá Bamberg og Cammin. Á fjölunum frá Flatatungu er farið öðruvísi að, skrautinu hefur verið skipað niður í fleti hvern ofan við annan og það hefur verið samhangandi þvert yfir upp- runalegan veggflöt.4 í efsta reit bylgjast akantusinn guðdómlegi á ská nið- ur á við yfir borðin. Þetta er hreint skreyti, jurtastönglarnir eru ýmist með tvöfaldar útlínur (arfur frá Mammenstíl) eða einfaldar, mjó blöð og breið skiptast á og á borðanum eru fléttuhnútar, kringlur og pálmettur. Það sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.