Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 94
98
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
svip á líf miðaldanna í Evrópu, liggi að baki ýmsu í útskurðinum á stólun-
um frá Grund. Rétt mun að staðnæmast hér við kórónurnar. Ber þess að
minnast að krýning fór fram á hinni gömlu íslensku herranótt, sem mun
sprottin af dárahátíðinni. Á sætunum eru gerðir barrkönglar. Myndir barr-
köngla þekkjast á hásætum fyrri alda, t.d. í Mesópótamíu, Grikklandi og
Miklagarðsríki, og þeir voru tákn í trúnni á Bakkus, en ýmislegt í henni
varð seinna lífseigt í Evrópu. Þá virðast vera glögg tengsl í útskurði stól-
anna við þýskt skraut með alþýðlegum blæ, fyrirmyndir skornar í tré að
brauði sem fólk bakaði í tilefni af komu jólanna. Vil ég vekja athygli á að í
skrautinu sjást bæði hani og sækona, auk þess birtist þar heilagur Nikulás,
sem menn kölluðu Spekulatius, en það merkir líklega biskup, er hann í
biskupslegum skrúða og ríður hesti. Triquetra-merkið, eins konar þrí-
hyrna, er mjög fornt og kemur víða fyrir. Álíta menn að þríhyrna þessi
hafi þróast frá triskele-merkinu, þrífætlunni, eins og leyfilegt virðist að
nefna það, en það tákn er myndað úr þremur fótleggjum. Þrífætlan var
áður fjórfætla. Því er haldið fram að merkið sé skylt hakakrossinum. Það
er í merki eyjarinnar Manar. Ekki er ljóst hvers vegna tveir hnútar með
þríhyrnulagi sjást í bandfléttumunstri til vinstri við merki hrútsins framan
á stól Rafns Brandssonar. Annar þessara hnúta er að ofan í bili, hinn að
neðan, og tengjast þeir í miðju. Áþekkt atriði, næstum því eins, er í bilinu
til hægri við nautsmerkið. Viss samkenni koma í ljós milli stólanna frá
Grund og norsku stafkirknanna. I stafkirkjunum hafa fundist ýmsar ristur,
þetta eru myndir, tákn og stafir, bæði rúnir og bókstafir. Þarna eru bæði
þríhyrnur og hakakrossar. Slíkar ristur hafa fundist í alls tuttugu af þeim
þrjátíu stafkirkjum sem enn standa.
Að baki norskum siðum í sambandi við jólin verður greind draugasveit
Óðins (þýska: „die wilde Jagd"). Karlmenn og drengir, kallaðir jólasvein-
ar, fóru í skrúðgöngur og dulbjuggu sig þá oft sem viss dýr. Minjar um trú
á Óðin eru í útskurði beggja stólanna, að því er virðist. Eitt nafna hans var,
eins og kunnugt er, Jólnir, og þannig tengjast jólasveinarnir Óðinstrúnni.
Má sjá um þetta í riti Jans de Vries um hin fornu germönsku trúarbrögð.
Vegna konunnar með sporðinn á efri þverfjöl í baki Arastóls hentar að
taka til athugunar söguna um vinnumanninn og sæfólkið í Þjóðsögum
Jóns Árnasonar (I. bindi, bls. 112-114). Hún er ein af álfasögunum þar og
gerist á jólum. Eins og kunnugt er var Óðinn dauðaguð. í þessum bálki í
Þjóðsögum Jóns er frásögnin um Stein bónda í Þrúðvangi. Kemur þar
glögglega fram að jólasveinarnir tengjast dauðanum. Ef til vill eiga þeir
uppruna í Óðinstrú. Að fornu héldust bálfarir í Svíþjóð einkum meðal
þeirra sem trúðu mjög á Óðin. Á frægum myndsteini frá Hunnestad í Sví-
þjóð er rist skrímsli í mannsmynd sem ríður kynjadýri. Því hefur verið