Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Síða 94

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Síða 94
98 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS svip á líf miðaldanna í Evrópu, liggi að baki ýmsu í útskurðinum á stólun- um frá Grund. Rétt mun að staðnæmast hér við kórónurnar. Ber þess að minnast að krýning fór fram á hinni gömlu íslensku herranótt, sem mun sprottin af dárahátíðinni. Á sætunum eru gerðir barrkönglar. Myndir barr- köngla þekkjast á hásætum fyrri alda, t.d. í Mesópótamíu, Grikklandi og Miklagarðsríki, og þeir voru tákn í trúnni á Bakkus, en ýmislegt í henni varð seinna lífseigt í Evrópu. Þá virðast vera glögg tengsl í útskurði stól- anna við þýskt skraut með alþýðlegum blæ, fyrirmyndir skornar í tré að brauði sem fólk bakaði í tilefni af komu jólanna. Vil ég vekja athygli á að í skrautinu sjást bæði hani og sækona, auk þess birtist þar heilagur Nikulás, sem menn kölluðu Spekulatius, en það merkir líklega biskup, er hann í biskupslegum skrúða og ríður hesti. Triquetra-merkið, eins konar þrí- hyrna, er mjög fornt og kemur víða fyrir. Álíta menn að þríhyrna þessi hafi þróast frá triskele-merkinu, þrífætlunni, eins og leyfilegt virðist að nefna það, en það tákn er myndað úr þremur fótleggjum. Þrífætlan var áður fjórfætla. Því er haldið fram að merkið sé skylt hakakrossinum. Það er í merki eyjarinnar Manar. Ekki er ljóst hvers vegna tveir hnútar með þríhyrnulagi sjást í bandfléttumunstri til vinstri við merki hrútsins framan á stól Rafns Brandssonar. Annar þessara hnúta er að ofan í bili, hinn að neðan, og tengjast þeir í miðju. Áþekkt atriði, næstum því eins, er í bilinu til hægri við nautsmerkið. Viss samkenni koma í ljós milli stólanna frá Grund og norsku stafkirknanna. I stafkirkjunum hafa fundist ýmsar ristur, þetta eru myndir, tákn og stafir, bæði rúnir og bókstafir. Þarna eru bæði þríhyrnur og hakakrossar. Slíkar ristur hafa fundist í alls tuttugu af þeim þrjátíu stafkirkjum sem enn standa. Að baki norskum siðum í sambandi við jólin verður greind draugasveit Óðins (þýska: „die wilde Jagd"). Karlmenn og drengir, kallaðir jólasvein- ar, fóru í skrúðgöngur og dulbjuggu sig þá oft sem viss dýr. Minjar um trú á Óðin eru í útskurði beggja stólanna, að því er virðist. Eitt nafna hans var, eins og kunnugt er, Jólnir, og þannig tengjast jólasveinarnir Óðinstrúnni. Má sjá um þetta í riti Jans de Vries um hin fornu germönsku trúarbrögð. Vegna konunnar með sporðinn á efri þverfjöl í baki Arastóls hentar að taka til athugunar söguna um vinnumanninn og sæfólkið í Þjóðsögum Jóns Árnasonar (I. bindi, bls. 112-114). Hún er ein af álfasögunum þar og gerist á jólum. Eins og kunnugt er var Óðinn dauðaguð. í þessum bálki í Þjóðsögum Jóns er frásögnin um Stein bónda í Þrúðvangi. Kemur þar glögglega fram að jólasveinarnir tengjast dauðanum. Ef til vill eiga þeir uppruna í Óðinstrú. Að fornu héldust bálfarir í Svíþjóð einkum meðal þeirra sem trúðu mjög á Óðin. Á frægum myndsteini frá Hunnestad í Sví- þjóð er rist skrímsli í mannsmynd sem ríður kynjadýri. Því hefur verið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.