Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 1

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 1
VI. NÝ SÖNNUN FYBIB ALDBI GUÐSPJALLANNA. Á siðustum árum hefir háskólinn i Cambridge á Englandi unnið sjer mikla frægð fyrir visindalega rann- sókn á fornritum Gyðinga, einkum hinum svo nefndu rabbinsku ritum, er geymd eru i hinu alkunna mikla ritgjörða-safni er Talmud 1 heitir. Til þessara mennta örfar háskólinn unga málfræðinga og guðfræðinga á margan hátt; einkum með verðlaunum fyrir aðalpróf vel leyst af hendi, og fyrir ritgjörðir samdar um á- kveðin atriði. En aðalefni til hinna miklu framfara hjer í hebreskri málfræði og fornfræði er það, að kenn- arinn er einhver hinn lærðasti maður i þessum fræð- um, sem nú lifir. J>að lýsir vel hinum frjálsa, mann- lega anda háskólans, að hafa kjörið til þessa starfa Gyðing, sem heldur lögmálið og setningar feðranna samkvæmt öllum hinum hörðustu vandlætisreglum *) Orðið Talmud þýðireiginlega lærdómur, studium. ÍTalmud- ritinu, eru sextíu ritgjörðir eða lcaflar, og heitir hvcr um sig á he- bresku Masselcheth (fleirt. Massekhoth); hver ritgjörð fellur í svo og svo marga kapitula, Pereq (fleirt. peraqim), en hver kapi- tuli aptur í svo og svo margar lagagreinir, h a 1 a k h a (fleirt. h a i a lc h o t h). Meginmálið eða textinn er lög; Mósis lögmál, venjulögmál eldra, jafn- gamalt eða yngra en Mósis lög, og nýmæli. J>etta meginmál í Talmud nefna menn Mishna: lagareglu. Utan um þettameginmál standa skýrandi athugasemdir, að öllu samtöldu meira mál en M i s h n a; þessi utanmálslögskýring heitir Gemara. Tvö rit bera nafnið Talmud: Talmud Jerushalmi, er Rabbi Jochannan tíndi saman á Gyðinga- landi um efri liluta 3. aldar eptir Krist (j-300), og Talmud Babii, er menn telja aimennt að Rab Asshi nokkur í Babyloniu hafi sett saman á efri hluta 5. aldar, um 480, en sumir (próf. Szinessy) ætla að eigi hafi orðið til fyrr en á 9. öld. Kirkjutíðindi fyrir ísland. II. 4

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.