Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 26

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 26
74 klæðast nýjum mætti, og „þroskast, unz pær losast viff allt hiff fallvalta og eyffanlega“, hver eptir sínu meff- fœdda effli. „Hvervetna er frelsarinn sýnilegur, í þeirri mynd, sem þeim er gefið að sjá hann“, segir Irenæus, eptir því, sem öldungarnir, börn postulanna, höfðu kennt. Að vísu er þetta sjerstaklega sagt um hina upprisnu, en þó má ætla, að það einnig geti heimfærzt til þeirra, „sem eru heima hjá drottni“. Sjerhver mun sjá það af guði og heiminum, sem samsvarar hinni endurfæddu guðsmynd í honum, sem samsvarar andlegri víðsýni hans. Eins og 1 fullkomnunar-ástandinu eru til mis- munandi dýrðar-stig, svo munu þau einnig til vera í millibils-ástandinu. í því kemur fram ágæti þeirrar ódauðleika-vonar, sem vjer höfum, að hún, svo sem áður er á vikið, fullnægir allri sannri prá mannlegs anda. „Hinumeg- in — segir Anselm af Canterbury —• er allt hið fegursta og tignarlegasta, sem þú getur hugsað þjer“. í bana- legunni kvaðst hann „vilja þakka Guði sínum, mætti hann dvelja hjer á jörðu, unz hann hefði svarað spurn- ingunni sem uppruna sálarinnar“ ; nú hefir hann fengið betri úrlausn á því efni. Origenes hugsaði með fögnuði til þess, „að verða tekinn í hinn mikla skóla sálnanna“ ; Melanchton þráði að skilja Guðs leyndardóma, samband guðlegs og mannlegs eðlis í Kristi; speking- urinn þráir hin eilífu sannindi, listamaðurinn hina eilífu fegurð, María, og þeir sem henni líkjast, þrá hinn eilífa kærleika. Og þeir hafa fundið, það sem þeir þráðu. Allt, jafnvel hið minnsta, sem hjarta mannsins hefir elskað „i drottni", mun það finna aptur, fyrst í sýnum á landi allra sálna, síðan í forkláraðri sannri mynd á landi fullkomnunarinnar. „í’ví kærleikurinn er máttugri en dauðinn“.

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.