Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 44

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 44
IX. YFIRLIT YFIB SKIPUN GEISTLEGRA EMBÆTTA Á ísEANDI 1. NÓVEMB. 1879. I inngangsorðum þeim, sem við ljetum fylgja 1. hepti Kirkjutíðindanna, ráðgjörðum við meðal annars, að láta ritið færa skýrslu um veitingu prestakalla og breytingar á skipun prestakalla og kirkna. I stað þess að greina hjer þær breyt- ingar, sem i þessu efni eru á orðnar síðan tíðindin fyrst komu út, þykir okkur öllu hetur fara, og vera ljósara og fróðlegra fyrir lesenduma, að skýra í einni heild frá skipun geistlegra embætta hjer á landi, eins og hún nú er, seint á árinu 1879. Höfum við því næst í hyggju, á meðan tiðindum þessum verð- ur haldið áfram, að greina jafnóðum þær breytingar, sem á verða, með skírskotun til þessa yfirlits*. f>ykir okkur slíkt yfirlit, sem hjer er sett, eigaþví betur við í kirkjulegu tímariti, sem landar vorir hvergi eiga kost á að sjá það annarstaðar en í hinum danska »Statskalender«, sem aðeins mun vera i fárra manna höndum hjer á landi. Yfirlit þetta er þó fyllra og fróð- legra en það, sem »Statskalenderen« hefir, því að hjer er til- greindur fæðingardagur geistlegra embættismanna hjá oss, eptir því, sem þeir hafa sjálfir frá skýrt í æfisögum sínum, er þeir vora vígðir; frá þessu er ékki vikið nema á einum eða tveimur stöðum, þar sem vissa þótti fyrir, að annað væri rjett- ara. Bn þess ber að geta, að með því æfisögur þessar era rit- aðar á latínumáli, eptir fornri venju, sem nú reyndar virðist kominn tími til að leggja niður, hafa margir einnig talið fæð- ingardag sinn eptir rómverskum hætti; en það getur valdið misskilningi, þar sem ekki er nægilega ljóst á kveðið, enda jafnvel ekki ólíklegt, að sumum hafi ekki verið alls kostar lið- ugt um að reikna eptir þessu tímatali, sem er flókið nokkuð og villugjarnt. |>ar sem óvissa þótti vera í þessu efni, er það sett, sem sennilegast virtist, en hin rómverska táknun i æfi- sögunni sett í athugasemd neðanmáls. Fyrir stuttleiks sakir *) Sem biskupsskrifari herra kandidat Magnús Andrjesson liefir góð- fúslega samið fyrir okknr,

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.