Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 66

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 66
114 eska föður. Hann ber umhyg'gju fyrir oss, svo sem móðir fyrir barni sínu; hann telur öll vor höfuðhár. Án vilja hans fellur enginn smáfugl til jarðar; ekkert er hulið fyrir honum, jafnvel ekki þær bænir, sem þjer hugðuð gleymdar, jafnvel ekki tárin, sem þjer fellið i leyni. Sú hugmynd, sem ritningin gefur oss um Guð, er þannig svo hátignarleg, að hún eyðir allri hugsun um óumflýjanleg forlög, og fyllir oss trúnaðartrausti, í stað þess, að vekja örvæntingu hjá oss.—Vjer skul- um nú hyggja að því, hvernig hún lýsir manninum sjdlfum, til þess að vjer, uppfræddir af sannri kenn- ingu hennar, þekkjum rjett bæði veikleika vorn og tign. II. Maðurinn er myndaður af jörðu. Hann var skap- aður síðast af öllu, og er jafnveí óstyrkari en mörg af dýrunum, er bera langt af honum að kröptum og hvass- leik skilningarvitanna. En þessi veika skepna er þó engu að síður orðin konungur alls hins skapaða, og hefir fengið það ætlunarverk, að drottna yfir öllum hlutum. J>essa hefðarstöðu veitir ritningin manninum þegar á fyrstu blaðsíðu; en þessari hefðarstöðu ætla nú hin trúlausu vísindi að svipta hann. En samkvæmt ritningunni er maðurinn konungur vegna þess, að hann er skapaður í Guðs mynd. Við þessa hugsun skulum vjer nema staðarlitla stund, og skoða þetta guðsmark, sem sett er á eðli vort, jafnvel eptir allar þær breyt- ingar, sem erfðasyndin hefir haft í för með sjer. Fyrst sje jeg þessa mynd, eðaþetta mark, í skyn- semi mannsins. Um þetta get jeg ekkert sagt, sem ekki hefir áður verið sagt, — en vjer skulum veita því eptirtekt, hvernig hvað er á móti öðru. Hinir sömu menn, sem grípa á ný til þeirra röksemda, er Celsus beitti, þá er þeir leitast við að sanna, að vjer

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.