Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Side 76

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Side 76
124 hinum almáttka, sem yfir honum er, hinum heilaga dómara, sem hann er orðinn brotlegur við, hinum ást- ríka föður, er hann hefir snúið sjer frá. Æ, þökkum Guði, að hann hefir frætt oss um það, hvað vjer erum; vegsömum hann, og minnumst með blygðun eigi ein- ungis lítilleika vors, heldur einnig eymdar vorrar, eigi einungis þess, að vjer erum ekkert, heldur einnig þess, að vjer erum alls góðs ómaklegir, og tökum undir með sálmaskáldinu: „Hvað er maðurinn þess, að þú minnist hans?“ Beygjum oss með óendanlegri þakklátsemi fýrir hinum líknsama kærleika, sem í lítilleik vorum og eymd hefir sýnt dýrð sína og hátign. FÁEINAR NAFNA-SKÝRINGAR. Alexander (bls. 120), kallaður „liinn konungur i Grikklandi, frægastur allra konunga og herforingja í fornöld, f. 356 f 323 fyrir Krist. Bossuet (bls. II2), kaþólskur biskup í Meaux á Frakklandi, hinn ágætasti maður, talinn andríkastur og mælskastur ræðumaður á Frakklandi, f. 1627 f 1704. Caesar (bls. 120) hinn mildi rómverski hershöfðingi, stjórnspek- ingur og rithöfundur, einhver af hinum mestu ágætismönnum með Rómverjum fyrir flestra hluta sakir; veginn í ráðinu af samsærismönn- um 15. Marts 44 fyrir Krist. Celsus (bls. 108 og 114), heiðinn rithöfundur.heimspekilegamenntaður, samdi árásarit gegn kristindóminum nál. i78eptirKr. (sbr. bls. 91 að framan). Dahomeh. (bls. 118), svertingjariki í Suðurálfu. Galilei (bls. 116), frægur náttúru- og stjörnufræðingur í Italiu; fann ýms náttúrulög; setti saman, einhver fyrstur manna, sjónpípuna (kíkir), og notaði hana við stjörnu-rannsóknir; hann hallaðist að hinni nýju uppgötvun spekingsins Kópernikusar, að það væri jörðin, en eklci sólin, sem væri á hreifingu ; þetta var þá talin trúarvilla, og varð G. að sæta ofsóknum fyrir; var honum loks stefnt fyrir hinn illræmda rann- sóknarrjett (Inkvisition), og þar varð hann að afneita þessari sannfæringu sinni með eiði, til að forða lffi sinu; fædd. 1564 -j- 1642. Friðrik Vilhjálmur Herschel (bls. 110), ættaður úr Hannover á þýzka- landi, lifði í Englandi, f. 1738 ý 1822, einhver af frægustu stjörnufræð- ingum síðari tíma; fann reikistjörnuna Uranus 1781; eptir bann eru

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.