Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 83

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 83
i3i gefið á íslenzku eitthvert það rit, er glöggvast leiði í ljós villu og viðurstyggð Mormónatrúar, og mundi að minni ætlun bezt til þess fallið rit það, er John Ahman- sohn danskur maður, er eitt sinn var Mormóni, hefir samið, og nefnt „Múhamed vorra tíma“. XII. ÁGRIP af æfi síra Jorkcls Arngrímssonar Yídalíns. Síra þorkell Arngrfmsson var fæddur á Melstað í Miðfirði 1629. Faðir hans var Arngrímur prestur Jónsson, hinn lærði, sem kallaði sig Vídalín, af þvf hann var fæddur í Víðidalstungu á norðurlandi og uppalinn í Víðidal. Síra Arngrímur var lærð- ur maður og vel metinn, bæði hjer á landi og erlendis. Skrifaðist hann lengi á við Dr. Olaf Vorm, eins og sjá má af brjefum hans, sem eru prentuð (Epistolae Vormii). Hann var tvisvar skólameistari á Hólum, varð síðan officialis í Hólastipti og aðstoðarmaður Guðbrand- ar biskups, þá er hann tók að eldast. Síra Arngrím- ur bjó fyrst á eignarjörð sinni Okrum í Skagafirði; varð hann fyrst prestur að Miklabæ 1590, og hafði afgjald af 7 jörðum Hólastaðar. Síðast var hann um mörg ár prestur að Melstað, og andaðist þar 27. Júní 1647. Hafði hann ári áður gjört grafskript eptir sig, og sent hana Olafi Vorm, en hann ljet mála hana á trjetöflu. Um lát hans skrifaði sira Einar Arnfinnsson á Stað f Hrútafirði Olafi Vorm á þessa leið: „Eins og gamli Simeon, uppi sitjandi í sæng sinni dó hann“. Fyrri kona sfra Arngríms var Solveig, dóttir Gunn.

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.