Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 1

Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 1
LÖGRJETTA XXX. ÁRG. 1 9 3 5 4. II. HEFTI Xlm víða veröld Sftír Vílhj. E>. Gíslason Tímm byltíngaöfl Eitt eftirtektarverðasta ritið, sem til er á norrænum málum frá síðustu árum um hagfræði, er eftir danska hagfræðinginn L. V. Birck og heitir Den ökonomiske Virk- somhed. Það var upphaflega stórt rit og viðamikið, en ný og stytt útgáfa er nú kom- in. Þar segir í niðurlagi ritsins: Þjóðfjelagsástandið er orðið svo flókið, hraðinn svo mikill, hreytingarnar svo ör- ai', að það er auðvelt að hafa þann að háði, sem fer með spásagnir um það sem koma kunni. Jeg veit það, að form þjóðfjelagsins hreyt- ist sifelt, við búum nú við þjóðskipulag, sem ekki hefur ávalt verið til og mun ekki aJtaf verða til. A mjög fáum árum hafa fimm byitingaöfl komið upp á yfirborðið með nægilegu afli til þess að ummynda lífs- skoðunina og heimsmynd atvinnulífsins. Jeg á við rússneska bolsjevismann, ítalska fascismann og ameríska iðnskipulagið, (rationaliseringuna), en þó að þetta þrent sje ólikt er það alt tengt með hinni sameig- inJegu hugsun um skipulagt atvinnulif. Bæt- ið þið svo við þetta því, að Asía með frels- isþrá sinni er komin inn á svið alþjóðaat- vinnulífsins, og loks þvi fimta og síðasta, hinni sjálfráðu takmörkun barnsfæðinga. Þegar við stöndum gagnvart slíkum bylt- ingaröflum er það tilgangslaust að fara með spádóma, m. a. af því að þeir falla fyrir ut- an svið reynslu okkar. í öllum almenningi á sjer djúpar rætur viljinn, ef til vill óskýr vilji, til nýs þjóð- skipulags, og meðal eignastjettanna eru ýmsir, sem horfa með áhyggju fram á það, að vald þjóðfjelagsins er runnið í hendur stjettar, sem í hafi valist einstaklingar eftir ágengishæfileika sínum og hafi oft komist áfram í krafti skorts síns á lífsskoðun, en mælikvarði þeirra á verðmæti lífsins sje falskur og skrílslegur. Þeir, sem þannig gagnrýna ástandið skilja nauðsyn þess að beitt sje öðrum mælikvarða við gildi lífsins og þeir setja fram kröfuna um jafnvægi Jaunanna og þeirra nota, sem þjóðfjelagið hafi af því, sem einstaklingurinn gerir. En i öllu þessu mega menn ekki gleyma því, að í öllu þjóðskipulagi, í allri þróun er framtak- ið einstaklingsins, en ekki fjöldans. Það er einstaklingurinn sem hugsar, sem fram- kvæmir og stjórnar þróuninni. En þjóðin, fjöldinn, þetta, sem rússnesku alslavarnir kölluðu hinn heilaga kvikfjenað, fjöldinn, sem með vinnu sinni er nauðsynlegur grundvöllur hverrar menningar, hann er settur saman úr einstaklingum sem hafa þroskamöguleika, gæfuvilja og fram- kvæmdalöngun. Einnig þeir, sem halda fram skyldu og rjetti þjóðfjelagsins til þess að taka í taum- aná, til þess að þvinga einstaklingana, sem nú eru hálfu eigingjarnari en áður, til þess að sveigja sig undir sameiginlegan hag og skilja nauðsyn skipulegrar samvinnu, sem er langt frá hugsjónum frjálslyndisins og horgaranna, einnig þeir skilja það, að sá stakkur, sein rikið á að skera einstakling- unum á að skerast athöfnum okkar en ekki persónuleika okkar. Heimurinn á hvorki andlega nje efnalega að verða „aJmennur“. Olnbogarúm og ráðrúm þarf að vera fyrir sterka og góða einstak- linga. En mælikvarði framtíðarinnar á það

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.