Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 23

Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 23
141 142 L ÖGRJETTA örari í lund og opinskárri og sópaði mikið að Ingveldi þar í verbúðinni. Grímsi vaknaði við það eina nóttina, að hann sá að piliarnir hentust allir fram úr rúmunum og rífa sig í fötin með afskap- legum flýti og handagangi. Björn stóð þar á miðju gólfinu, þungur á brún, og rumdi við í honum öllum. Hann var eins og tröll með gildan háls og stóð höfuðið fram úr bringunni. Hann hjelt á olíulampa og rak á eftir hásetunum að klæða sig. Grímsi hrá sjer í fötin og flýtti sjer og stóð á öndinni af ósköpum. Björn bað hann að hjálpa piltunum við að beita. Það hýrnaði ögn yfir Birni, þegar hann sá hvað Grímsi var fljótur að bregða við. Hann hafði nú gaman af að sjá, hvað hon- um færri hönduglega að láta beiturnar á önglana. Björn gekk niður stigann með ljósið og stakk lampanum þar upp á bita, lagaði til beítingaborðið og skar sundur nokkra kol- krabba. Nú komu piltarnir niður, einn á fætur öðrum. Þeir voru gustmiklir og þrifu til lóðanna; þær dingluðu þar til i stórum kippum, hingað og þangað um veggina. Það þutu nú upp ofurlitlir haugar á borð- inu, eins og drýli, mismunandi stór, eftir þvi sem menn voru fljótir að beita og þeg- ar húið var að beita hverja lóð út af fyrir sig, var hundið utan um hana eins og stór- an hnykil og henni kastað út í horn. Gekk þetta koll af kolli, þar til húið var að beita vissa lóðatölu. Grímsi stóð fyrst eins og liöggdofa, að sjá til piltanna. Hann hafði vanist þvi að beita ofan í hjóð og áttaði sig ekki á þess- ari aðferð i fyrstunni. Var honuin nú sýnd aðferðin, hvernig hann ætti að bera sig til, og keptist hann við að beita. Hann lang- aði til þess að lafa á piltunum og sá liann, að þcir voru gríðarlega fljótir. Hann reif af sjer liúfuna og kastaði lienni út í horn, þar flæktist hún saman við lóðirnar. Það grúfði einliver drungi og þögn yfir hásetum Björns fyrst eftir að þeir komu niður og fóru að beita, en þegar þeir sáu ákafann og brosið á Grímsa, lifnaði yfir þeim öllum, og Jóhann „pistill“ opnaði á sjer munninn og tindi nú til ýmsar frægð- arsögur af sjer þegar hann var ungur. Hann var allra manna fljótastur að beita og harðnaði við hverja sögu og var þá „pistiir fyrst i essinu sinu, þegar hann fjekk að hafa opinn munninn og þótti Birni langmest til hans koma af hásetun- um. Grímsi varð var við það, að ráðskonan var eitthvað að þruska þar til á loftinu. —- Það fór um hann ónotalegur hryllingur. Það var af því, að honum fjell það illa að þurfa að taka kolkrabban upp í lúkurnar. Jú! víst var Ingveldur komin á fætur. Ú-hú! Hann herti sig við að beita. Hann fjekk eitthvert ógcð á þessu, sem Bergur hafði verið að minna hann á. Þegar búið var að beita, gengu sjómenn- irnir upp á loftið með skinnbrækurnar á handleggjunum. Þessar brækur voru bæði víðar og háar og náðu næstum því upp und- ir hendur. Þær voru lir eltum skinnum og olíubornar og gljáðu allar eins og stál. Ingeldur bafði tilbúið kaffið, þegar pilt- arnir komu, og nú heltu þeir í sig miklu kaffi, áður en þeir fóru á sjóinn, og borð- uðu mikið af brauði. Grimsi lijálpaði piltunum að tina lóð- irnar út í bátinn og setja fram. Það var stjörnubjart veður og stillilogn. Svo litla rönd var að sjá eftir af tunglinu, og stafaði hún fölum geislum yfir Víkina. Grímsa varð litið á mannfjöldann utan um bátana í hverri vör. Óp og köll, hróp og háreysti og áraglam, um leið og bátn- um vár ýtt á flot. Árablöðin skullu i sjóinn og blikuðu við eins og stálþræðir, Arr, arr, arr! Ræðararnir tóku bakföll, og bátarn- ir runnu út víkina eins og silungar. Vikin var öll morandi af bátum og Grímsi liorfði á eftir þeim, uns þeir hurfu norður fyrir fjallið. Hann stóð einn eftir við flæðarmálið og það greip hann eitthvert óyndiskast. Hvað gat nú þetta verið? Hann skalf eins og hrísla, að þurfa nú að snúa frá sjónum, upp í verbúðina til hennar Ingveldar. Hún vildi vera honum ósköp góð, var nokk- ur ástæða að vera að brjóta heilan um þetta

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.