Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 20

Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 20
135 LÖGRJETTA 136 Ingveldur ráðskona opnaði hurðina o§’ gægðist út í dymar. Bergur gekk til hennar og heilsaði henni með mestu virktum. „Hjer er jeg nú kominn með nýja háset- ann og getið þjer nú sjeð, Ingveldur, hvort að honum er ekki vel í skinn komið. Þeir eru ekki allir blóðlausir piltamir þama að austan“. „Það er og“, svaraði Ingveldur og stóð nú stormurinn beint framan í andlitið á henni, þarna í verbúðardyrunum. Grímsi gekk til Ingveldar og heilsaði henni með handabandi, og bar sig borgin- mannlega. „Það er Ingveldur Jónsdóttir, ráðskona Björns Bjarnasonar“, mælti Bergur, og leit ertnislega framan í Grímsa. Grímsi þjeraði Ingveldi eins og hann heyrði að Bergur gerði. Ingveldur brosti við framan í Grímsa, og bauð hann velkominn þangað í Víkina. Grímsi var allur eins og á nálum, það fór eitthvað í taugamar á honum', sem hann skvldi ekkert í. „Ósköp færið þjer mjer geðslegan pilt, Bergur“, mælti Ingveldur. „Okkur er það alt- af gleðiefni konunum, þótt við sjeum farnar að eldast“. Og Ingveldur fór að brosa eins og tvítug mær. Grímsi sótroðnaði. Hann var ekkert upp með sjer út af þessu lofi kerlingar. Ingveldur var að sjá hreinleg til fara, og þvegin og greidd, og dökka, gljáandi skó hafði hún á fótum, og Ijósleitum prjónaklút með dökku kögri hafði hún slegið yfir herð- arnar, þegar hún gekk niður af loftinu. Hárið lá í tveimur þykkum fljettum! niður bakið utan yfir prjónahymunni. Hún var holdug og þrekvaxin kona, en föl í andliti, augun voru módökk, og nokkrar freknur sá- ust hingað og þangað neðan til við augun. Ingveldur þótti myndarleg og bauð af sjer góðan þokka. En nú var hún farin að reskj- ast. Bergur spurði hvort piltarnir væru heimá.' Svaraði Ingveldur því, að þeir sætu þar allir við spil uppi á loftinu, og bauð hún Bergi að ganga upp og tala við Björn. Bergur færðist undan því, og sagðist ekki rnega vera að því að stansa, því að unn- ustan biði eftir sjer heima. „ó-já! elskan“, svaraði Ingveldur, „maður getur því nú nærri, þegar svona er ástatt“. — Hún kinkaði kolli framan í Berg um leið og hann rjetti henni hendina og kvaddi. Grímsi var nú orðinn alvarlegur í bragði. Hann sá það eins og í hendi sinni, að allir hættir voru ólíkir því, sem hann átti að venjast heima á Ströndinni, og minst sjeð af því enn. Ilann var að kanna ókunnuga stigu og gat nú við mörgu búist. Hann varð Ingveldi samferða upp á loftið. Þar sátu nokkrir hraustlegir sjómenn við spil. Þeir tóku kveðju Grímsa þægilega og skröfuðu saman um heima og geima. Bjöm Bjarnason sat á rúmi sínu. Það stóð þar út við gluggann á stafninum, er vísaði fram að sjónúm, og var rúm ráðs- konunnar undir súðinni rjett á móti rúmi formannsins. Stórt borð stóð þar á gólfinu. undir glugganum milli rúmanna. Björn tók kveðju Grímsa vel og bauð honum að setjast hjá sjer á rúmið. Og hnykti Grímsa við að sjá hvað Björn gat verið mikilúðlegur, stórskorinn og ljótur. Björn var svipmikill og grettur, og fell- ingarnar á enninu sýndust Grímsa vera djúpar eins og lautir. Kjálkarnir voru gríð- armiklir og sterklegir eins og á apa. Grár skegghíungur var útum alla kjálkana í topp- um hingað og þangað eins og hrossapuntur, og allur var Bjöm — til að sjá — samán rekinn eins og stóreflis jámklumpur. Grímsa þótti miður, að Bergur skyldi ráða hann hjá þessum ferlega manni. Hann varð að taka á öllu afli og stilla sig og bæla þetta r.iður, og láta ekkert á því bera, hjá öllurn ókunnugum. Hann var líka ekki frí við íeimni, og kom alt ókunnuglega fyrir sjónir þarna inni. Honum nærri því blöskraði stærðin á ein- um hásetanum1. Hann var að sjá í manngildi við Þorstein gamla lurk, og þetta heljar- menni ljet aldrei aftur munninn og stóð að kalla mátti rokan út úr honum jafnt og þjett. — Þetta var sjálft heljarmennið hann Jóhann p i s t i 11, margþektur maður þar í Víkinni, fyrir dugnað og skmm. —

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.