Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 6
107
L ÖGRJETTA
108
Trá aldarafmælí
I. Tormálí fyrír mínníngarhátíð
í Eeíhhúsí Reyhjavíhur
öftír Porsteín Gíslason
i.
Vor þjóð, sem heldur hátíð þennan dag
og heiðrar minning eins þíns besta sonar,
vit þú, að hver slík hátíð færir heill.
Hver þjóð, sem geymir minning þeirra manna,
sem lyfta hennar hag og andans menning
á hærra stig, hún safnar góðum sjóði.
Og þessi sonur gaf þjer undra-auð,
sem gulli’ er dýrri. í gleði þinni’ og sorgum
hann söng þjer ljóð, sem aldir endurtaka.
Hans minnig hlýtur því að lifa lengi
og Ijóðaharpan með þá gullnu strengi.
II.
Hann ljek sem barn við Breiðafjarðar strönd
hjá litlum bæ með lága moldarveggi
og græna þekju’, en fagra fjallasýn
og víða útsjón yfir ey og sæ.
Hvert barn á veröld bygða fyrir sig
úr sýnum drauma’ og söngum eldri manna.
Þar fljettast þegar forlaganna þræðir
af duldri hönd, og slitna’ ei alla æfi.
Hver veit hvað mannsins sál að erfðum á
frá ættum sínum? Það er dulin gáta.
Og hvað eru’ áhrif uppeldinu frá
og umhverfinu? Það er líka gáta.
Hvað skapar andans yfirburðamenn?
Ei auður gulls, og fátækt ekki heldur.
Þeir koma jafnt þeim háu höllum frá
og hreysikofum. Það er gömul saga
og löngu kunnug. Listarinnar verk
er endursköpun lífsins mörgu mynda.
sem bera fyrir augu alla tíð.
Þær sýnir festast misjafnlega’ í minni.
Ein gleymist fljótt, hin greypist fast í sál.
Og æfintýrin æskudögum frá
og undrasýnir barnsins draumamynda
þau fylgja mönnum fram á hinstu stund.
í stærstri helgi’ ier móðirin i minni,
1855 -11 nóvember - 1Q35
sem leiðir barnið lífsins fyrstu spor
og gætir þess, það geymir mynd þá best.
Og leiksviðin við læk og klett og vog
þau koma fram í furðulegum myndum.
og bernskulífsins bláu himinhvelin
og bæjarvarpinn, leggurinn og skelin.
III.
Vjer förum nú og skoðum Skugga-Svein,
hans æskuverk. Sá gamli fjallagarpur
er hreystin forna horfin inn í björg,
litlæg úr bygðum, á í hörðu stríði
við þjakað fólk af þrautum myrkra alda
og lamað sinni’ af hjegiljum og hiátrú.
Landvættir eru flúnar upp á f jöll
og frelsið glatað. Útlend kúgun þjáir
blauðan og snauðan bygðamanna lýð.
Á Þrúðvang heiða þruinuröddin lifir,
sem reiði þungin ristir magnað níð
þeim öldum, sem að deyddu frelsið forna.
En lítum svo af hárri heiðarbrún.
Gullaldar ljóminn glitrar yfir tindum.
Jökulsins hvelfing mænir há og hrein
í himinblámann. Fagrir turnar rísa
frá hamraborgum. Hjer er forni andinn
drotnandi enn og á að reisa’ úr rústum
þá horfnu tið. Þar lifa ennþá andar
landvætta fornra’ og hnigins hetjulýðs.
Á grasafjalli grobbar ómenskan
og gigtarverkir þjá og kúguð heimska
gegn þrautum lífsins þylur skrípabæn.
En bygðafólksins æska festir ástir
á fjallsins syni. Forni hreystiandinn
útlægi tekur bústað niðri’ i bygð.
Af fólksins sál er fjötur alda leystur,
er Skugga-Sveinn i fossinn l'leygir sjer.
Þvi flagðsins ham og forynjunnar bölvan
ber elfar straumur út i regindjúp.
En náttúrunnar kyngikraftur lifir
í fossins dyn, og færir nýja tíð
um bygðir lands frá heiðatindum háum.
Nú heima fjallsins hræðist ekki lýður,
nú hefst til valda tími nýr og fríður.