Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 44

Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 44
183 L ÖGRJETTA 184 drukkið óhyggilega og til tjóns. Alment ætti að nota sem flesta hressingardrykki, heita eður kalda, en sem minst af hverjum. Má nefna, einkum á vetrum, mjólkina, holla og næringarríka, alinnlenda framleiðslu. Einnig kaffi, te, af innlendum og erlendum efnum, ehocolade og cacao og ýmist öl eða hin ljettu borðvín, til glaðnings á mannfagnaðarstund- um. Virðist mjer með því efnt til þeirra at- hafna, er á tiltölulega stuttu tímabili þyrftu að geta blásið í burtu þeim minningum um oss núlifandi menn og konur, er lotið gætu að því að vjer — nokkur af oss — hefðum um of vanið oss við að nota kaffi og sterka drykki án fullrar varúðar. Mjer er ljóst að jeg hef hreyft tillögum um tekjur orkusjóðs, sem valdið geta ágrein- irigi. Það er örðugt að fjalla um jafn við- kvæmt mál eins og er meðferð þeirra drykkja, sem eru eitthvað blandaðir með vínanda. — En vjer erum nú langt frá hamingjuleið um ástand áfengismála vorra. Hygg jeg víðsýni og bjartsýni þau leiðarmerki,'er þeim mál- um hæfa best nú, því höft og bann er hvar- vetna reynt Ijettvægt. Tilbúningur áfengis- blandaðra drykkja mun auðveldur, nothæf efni ódýr og framleiðslan um margt einföld. Jeg hygg oss svo á leið leidda um tilbúning í heimahúsum, að þeir, sem rólega, raunveru- lega og án hleypidóma athuga ástand um á- fengismál vor, þeir hljóti að beina.hug og starfi í aðrar áttir, sem vænlegri eru til ár- angurs heldur en bann með lögum. Mikill hluti þjóðar vorrar er andvígur eða þolir ekki höftin og slítur þau laundrjúgt af sjer. — Því tel jeg ástæðu til að rýmka höftin, að minsta kosti um nokkurt tímabil. Það er sárt þegar ungir menn eyðileggja heilsu og lífsþrótt sinn með nautn áfengra drykkja. En það gjöra fáir, hygg jeg að minsta kosti, með öldrykkju eða hinum ljettari víntegund- um. Er og eins ægilegt þegar til eyðilegging- ar á heilbrigði er með höndum haft eitrað á- fengi, (suðu-vínandi, hármeðöl o.fl.) og ýmsir óþverradrykkir, þar á meðal drykkjagutl frá pukurknæpum lítt vandaðra manna. Geig- vænar eiturtegundir lama líf manna í sumum heimsálfum. En vjer íslendingar erum ný- ungagjarnir og innbyrðum yfirleitt ört erlend áhrif. Hygg jeg ekki of fjarri marki stefnt þótt fyrst um sinn verði liðin þau nautnalyf, sem eru þjóðkunn, en nýjum tegundum þeirra úthýst. — Meðal vor klæðast ýmsar ungar meyjar fatnaði þeim er hæfir í hita- beltislöndunum, og pyndingarhælaskóm, mjer virðist of jafnt hinar kaldari sem hlýrri árs- tíðir. Og óþroskaðir unglingar byrja að reykja eiturdreypta vindlinga, konur sem karlar. Væntanlega verða þessar atliafnir átaldar síðar, þegar dómgreind manna rís undan háttsemi (tísku) þeirri, sem um þessar mund- ir varnar heibrigðu viti aðgang um að meta rjett hættur þær, er greindar athafnir valda nú þjóð vorri og koma í ljós með óhreysti einkennum. Má það hugspurningum valda, hvort rjett er að elta einn þátt hinna brokk- gengari athafna vorra (nautn öls og borðvína) en hefja aðrar óvarfærnar athafnir yfir ský- in. Ef ofurlítil eftirgjöf hinna þröngu hafta reynist ákvarðanaþreki manna um skör fram örðug, þá örfast bindindisstarfsemin aftur. Varnirnar reynast oft vel þegar þær eru skerptar í frjálsu afli hinna innri hugtaka, algjörlega gagnstætt því þegar reynt er að beita harðfengi og vefja alt óslítandi fjötr- um. IV. Um stjórn orkusjóðs og tekjur og gjöltl lians Jeg legg til að hinn umræddi Orkusjóður íslands verði sjálfstæð stofnun lítið háð flokk- kynjuðum stjórnarvöldum. Það á aö byggja orkuverin og styðja orkuveiturnar eingöngu eftir þeirri röð, sem víðsýn, sanngjörn og hlutlaus sjerþekking fróðra og góðra manna ræður til. — Gæta þess og að meta sem vert er staðhátta athygli skynsamra, gætinna manna, þeirra, er eiga vit og vilja til að hagbinda þá dýrmætu fræðslu sem hleypi- dómalaus reynsla er kjörin til að láta í tje t. d. á eins manns æfibraut. — Pyrstar í röð verða þá þær athafnir, sem flestum koma að hagsælum notum og næst fara um það, að v|ilda fjárhagslegri þyngd sinni. Oft reynist það vel að fela fám mönnum aðalstjórn fyrirtækja eða stofnana. — Pljótt á litið legg jeg til að sameinað alþing kjósi 2 menn af 5 í stjórn Orkusjóðs. Hæstirjett- ur vor nefni til hinn 3. bæjarstjórnir í kaup-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.