Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 15

Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 15
125 LÖGRJETTA 126 skipulagi á stjórnarfar landsbúa, fága líf- erni þeirra og brejda siðum, og auka smekk þeirra fyrir bókmentum og listum. Um 500 e. Kr. rjeðust Germanir inn í iandið, Jögðu alla Norður- og Austur-Sviss undir sig og ráku Rómverja suður yfir Alpafjöll eða settu þá í þrælkun. Germanir voru kommúnistar, hjá þeim var alt sam- eign og einstaklingar máttu ekki eigna sjer Jand, eða þá eltlíi nema örlítið. Þeir ruddu skóglendið með eldi og stáli og ræktuðu korn í staðinn. Þessir nýbyggjar úr norðrinu voru há- vaxnir, langhöfða, ljóshærðir og bláeygðir, og þeirra einkenna gætir ennþá allvíða í Sviss, enda þótt keltneskra og rómanskra einkenna gæti jafnvel meir. Germanir ruddu til rúms germönsku máli, sem enn er talað þar. Þetta mál er sennilega allmik- ið breytt, en liefur þó ekki haldist í hend- ur við Jiinar miklu og öru breytingar há- þýskunnar, enda þótt að stofninn sje hinn sami. Þeir settust að á einstökuin bænda- býlum og skírðu þau í höfuðið á sjer líkt og landnemar íslands gerðu til forna, og þessi nöfn hafa allvíða haldist fram á þennan dag. Germanir komu heiðnir í landið. I helg- um rjóðrum eða hofum tilbáðu þeir og blótuðu guðina Wotan (Óðinn), Ziu (Frey) og Donnar (Þór). 1 þá daga voru dýrustu fjársjóðir og fegursta skraut látið í dys eða gröf hius látna. Með kristninni breyttist þetta og nú leita menn lúsaleit að sjer- hverjum tíeyring, sem hinn dáni kann að hafa látið eftir sig. Kristnitakan hafði mikla menningar- breyting í för með sjer, en ekki að öllu leyti ákjósanlega. Siðir fólksins hefluðust að vísu, bókalestur og listir hófu innreið sina, en stjettamismunurinn óx, kirkju- og riddaravaldið dafnaði en alþýðan og bændastjettin var undirokuð. Fram á 19. öld voru það íbúar Zurichborgar sem rjeðu lögum og lofum i allri kantónunni, og sjer í lagi voru það iðnfjelög borgarinnar, sem höfðu völdin i sinni hendi. Þessi stjórn var mjög hörð, íbúar sveitanna voru undirok- aðir af borgarbúum og höfðu ekki nema lítil rjettindi á við þá. En á 19. öldinni skall frelsis og byltingaalda yfir álfuna, þá risu sveitamenn Zurichkantónunnar úr margra alda dvala og heimtuðu jafnrjetti við borg- arbúa, sem þeir og fengu. Frá þeim tima er hún eitthvert menningarmesta og auð- ugasta riki innan svissneska rikjasam- bandsins, jafnframt þvi sem hún er einn af gróðursælustu og þýttbýlustu blettum álf- unnar. VII. Það er til gömul saga frá þeim timum ])egar kristindómurinn breiddist út um kantón Zúrich og heiðingjarnir urðu nauð- ugir viljugir að taka kristna trú eða flýja land að öðrum kosti. Hún segir frá tveimur síðustu heiðingjum kantónunnar. Þeir elsk- uðu heimkynni. sin og vildu heldur hverfa þaðan burt, en þeir vildu heldur ekki ger- ast trúníðingar og hverfa frá sinni gömlu helgu trú. Þess vegna voru þeir ofsóttir, eltir og setið um líf þeirra af hinum kristna lýð, sem hataði þá. Loks flúðu þau í helli einn í kantónunni, sem síðan heitir Heið- ingjahellir. Það er sagt um heiðingjana tvo, að hann hafi verið tígulegust hetja og hún fegurst kona í ríkinu. Þau áttu eitt barn, sem þau elslcuðu heitar en sitt eigið lif, en eftir að þau komu í hellinn gátu þau ekki aflað neins bjargræðis fyrir ofsóknum og umsátri kristinna manna. Þegar allar bjarg- ir voru bannaðar, barnið komið að dauða af hungri, köstuðu foreidrarnir þvi, og sjálf- um sjer á eftir fram af háum hömrum og bundu þannig enda á líf sitt. Þegar hinir kristnu sáu líkin, rjeðu þeir sjer ekki fyrir fögnuði og færðu guði þaklcarfórnir fyrir það, að hann skyldi hafa hefnt sin á hinum óguðlegu heiðingjum. Þannig er sagan um hina siðustu stoltu og stórgerðu heiðingja, skyldmenni okkar Is- lendinga þar syðra, sem trúðu á Óðinn og Þór. Það er norrænt eðli og norrænn stór- fengleiki að láta aldrei bugast af ofurefli múgsins, og að bogna aldrei fyr en maður brestur og brotnar. Það er stærð norræns eðlis að standa einn og að standa aldrei sterkar nje djarfar heldur en þegar maður ,er fyrirlitinn og hataður af öllum öðrum. Eftirtektarvert er það, að fyrir þá sök að

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.