Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 30

Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 30
155 L ÖGRJETTA 156 nifiur á gólfið. Hún mátti nú ekki vera að þessu gaufi lengur. Hún var hrædd um, að piltarnir færu að koma af sjónum. Hún tók i höndina á Grímu og óskaði henni gleðilegra páska, og Gríma svaraði þvi i sama máta, og það var engu líkara en að Ingveldur væri að rogast með þunga byrði á bakinu, þegar hún gekk niður stigann. „Aumingja manneskjan, sem öllum vill gera gott!“ hugsaði Gríma. Grímsi var vakinn snemma um nóttina og beðinn að skreppa i róður með Magnúsi nokkrum „rana“, sem kallaður var. Hann var teygður langt út á malir. „Skipaskækja“, hugsaði hann og hló með sjálfum sjer að þessari vitleysu. En hvað verbúðarholan gat verið þröng og dimm, og þarna var alt svo rotið og fúlt eins og í dauðra manna haug. Sjómennirnir voru hranalegir hver við annan eins og úfnir hrafnar, og formaður- inn frammyntur eins og höfrungur. Hásetarnir flýttu sjer að beita og slettu ónotum liver í annan. Gríinsa leiddist þetta sífelda kít í piltun- um. Hann var í góðu skapi og gaf ekkert orð i það, sem þeim fór á milli, og fór að syngja. Líkaði sjómönnunum það illa og skipuðu honum að hætta þessu bölvuðu gauli við beitinguna. Grímsa fjell það illa að þurfa að hætta að svngja. Það lá svo vel á honum og hann iðaði allur af fjöri og gáska. Veðrið var svo undurblítt og hann hlakkaði svo mikið til páskanna. Honum gramdist við sjómenn- ina, en þorði þó ekki að láta á því bera, þar sem hann var þeim öllum ókunnugur, og það skaut upp í honum töluverðri hörku til þessara karla, og hann hjet því með sjálf- um sjer, að hann skyldi ekki gefa þeim eft- ir í róðrinum. Helst til var árin þung! Grímsi hrykti henni til í hverju áratogi, og hann hafði gaman af því að sjá, hvað maurildaði und- an árablöðunum, þegar þau skullu í sjó- inn, eins og eldrák hingað og þangað við bátinn. Hann margrykti árinni til svo fast, að það brakaði við í keipnum. Það sigu allir þungt á árarnar út víkina. Nokkrir bátar voru komnir á undan, en aðrir voru rjett á eftir þeim í kjölfarinu, og nú lenti Magnús „rani“ á bátnum sinum rjett i miðri þvögunni. Þeir ráku hver á eftir öðrum með ónotalegum orðum og miklu bölvi og ruddaskap. Grímsi spyrnti báðum fótum í þóftuna og reri af öllu afli, ineðan á sprettinum stóð. Breiða skugga lagði frá fjallinu fram á sjóinn, og gargið í sjófuglum kvað við i næturrökkrinu. Grímsi varð lúinn i handleggjum eftir sprettinn og allur rennandi af svita. Hann lagði sig allan fram og sýndi þeim það á bátnum, að hann gæti tekið í ár eins og þeir. Loftið var megnt af fisklykt, og sjórinn fullur af átu. Það vissu karlarnir að mundi spá góðu með aflann. Þeir gátu nú farið að fara sjer ögn hæg- ara, eftir að komið var út á fiskimiðin og dreifðu þá bátarnir úr sjer í ýmsar áttir, dýpra eða grynra eftir atvikum. Það var logn og bliða, meðan þeir voru að leggja lóðirnar, og ögn farið að birta af degi. Skýin tóku mörgum litarbreytingum á loftinu, og Grimsi var hrifinn af þessari miklu fegurð. Hann hallaði sjer aftur á bak á þóttuna og horfði upp í loftið, meðan þeir lágu yfir duflinu, og nú gat hann ómögu- lega stilt sig um þetta lengur og fór að syngja: „Líti jeg um loftin blá skýin, sem sigla fram silfurglitaðan boga“ o. s. frv. Hafið var að sjá breitt og blikandi og fjallahnúkurinn hátignarlegur með ótelj- andi gnípum og skörðum, og hugurinn hent- ist út í geiminn, út í geiminn! „Skýin sem sigla fram silfurglitaðan boga“. Það var notalegt að fá að liggja þarna aftur á bak á þóftunni og láta líða úr sjer, eftir róðrarsprettinn. Sjómönnunum hnykti við. Þeir voru að fá sjer i nefið og jafna sig, en þá tók strákurinn upp á þessu bölvuðu gauli. Þá rak alveg i rogastans og báðu hann að hætta þessu söngli; það væri ekki lil siðs að gaula þetta úti á sjó.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.