Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 46

Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 46
187 LÖGRJETTA um fremur örðugt og þurfi um þau efni ræki- legar undirbúningsathafnir. Sennilegt að fje verði að útvega að láni utan hjeraða, með- al annars með verðbrjefum eða hlutafje, því venjulega verður um að fjalla stórar upphæð- ir. — Vil jeg því gjöra ráð fyrir, að hinn greindi % hlutur, sem eigendur orkuvers leggja til, eigi tryggingarrjett í hlutaðeig- andi orkuveri — á undan 50% láni úr Orku- sjóðnum. — Jeg vil búast við að forstjóri Orkusjóðs, eða annar trúnaðarmaður sjóðsins hafi stöð- ugt eftirlit með byggingu þeirra starfsstöðva, sem sjóðurinn veitir hjálp. Þarf eftirlitið einn- ig að ná til allra fjármála meðan bygging er framkvæmd, því væntanlega verður að miða lán og styrk til hvers einstaks orku- verðs, að minsta kosti fyrst um sinn, við kostnaðarverð þess. Uttekt eða verðmat má ef til vill framkvæma síðar þegar innlend reynsla nær til að styðja verkfræðilega þekkingu um verðmat. Með framanrituðum tillögum um starfsað- ferðir Orkusjóðs hef jeg viljað stuðla að því, að á báðar hliðar verði unnið á sem örugg- ustum grundvelli og ennfremur að því, að söluverð afls frá orkulindunum geti orðið sem lægst. Af því leiðir að vísu, að orkuver- in rísa ekki eins ört eins og ef enginn styrk- ur væri veittur en fjeTánað, t. d. 80% aí byggingarkostnaði. En öll mannvirki og eignir er reikult að verði og verðmætum. Því álít jeg mjög mik- ið heppilegra, að framkvæmdir verði nokk- uð 8íðbúnari en fjárhagslega traustari. V. Ýmsar hugleiðingar. I raun og veru er auðvelt að áforma og áætla. En framkvæmdirnar ganga stund- um betur og oft miður heldur en ætlast var til. Athafnir um Orkumál vor vona jeg að sækist betur heldur en menn nú vilja gjöra sjer vonir um. — Sennilega má gjöra ráð fyrir að hver miljón af krónum hins umrædda Orkusjóðs nægi til að framleiða og starfbinda að minsta kosti 1000 árskílóvött. Ætti Orkusjóður þá að loknu 5 ára starfi að hafa eignast fjár- ráðamátt til að veita nokkrum þúsundum af 188 landsmönnum þeim, er áður vanhagaði um fullkominn rafmagnskraft, góða aðstöðu til að eignast hana. Vil jeg vona að hepnast megi því um að þoka, með 25 ára starfi hins greinda sjóðs og öðrum átökum, að 80—90% af öllum landsmönnum megi þá njóta ljósa, mikillar hjálpar til matarsuðu, afls til iðju o. s. frv. frá vatnsafls knúðum raforkuver- um. Má það vera öllum gleðiefni, að eftir því sem af dregur um það, að orkulindirn- ar beri sig fjárhagslega vegna strjálbýlis og lakari aðstöðu um aflframleiðslu, eftir því verður Orkusjóður færari um með fyrirmæl- um í lögum hans um þau efni, að bera þyngri hluta þeirra byrða, sem af stofnun orkuvera og straumflutningi leiða — ef engar nýjar uppgötvanir verða þá búnar að leggja þær eldri að velli. —________ Ef fje er ávaxtað & arðvænan hátt um langt tímabil í skipulögðu og ráðvöndu þjóð- fjelagi vex það ört og veitir undraverðan athafnastyrk. — Orkusjóður á að geta lyft mörgum Grett- istökum eftir að hinn líðandi tími hefur út- hlutað honum krafti í köggla. Traust manna á fyrirtækjum, sem efnt er til, ræður miklu um það hvort þau komast í framkvæmd. Ef dómgreind vor kæmi engum öðrum hugtökum að, t. d. um vatnsaflið í Sogsfoss- unum heldur en þeim, að þar um slóðir mættu augum vorum venjulegar ónumdar, arðvænlegar gullnámur, þótt þær heimtuðu margar miljónir króna til starfshafningar, þá hygg jeg, að hagbær ráð fyndust til við- stöðulitilia framkvæmda. — Jeg fæ ekki annað greint heldur en að t. d. menn allra stjórnmálaflokka uni því vel að eignast fje. — Mundi mörgum þá auðveldara að drotna yfir deilumálum. En það ber við að þau hindra framkvæmdir, enda sækja deilumál fastar að þeim, sem litla athafna- eða starfs- löngun eiga. Vatnsaflið í Sogsfossunum er líklega hæft til að veita meiri arð en nokkurt gullnáma- hverfi. Það mun að rninsta kosti mega telja það ábyggilegra um að veita arð heldur en gullnámahjeruðin. Gullið er þrotgjarnt í námunum. Vatnsafl- ið í Soginu þrýtur ekki meðan Drottinn varðveitir fósturjörð vora. Framh.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.