Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 31

Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 31
157 LÖGRJETTA 158 Grímsi skeytti þvi ekki neinu og hjelt á- fram að syngja, og svo ámálguðu þeir þetta hvað eftir annað, og tók honum þá að leið- ast þetta raus í þeim út af ekki neinu og svaraði þeim fullum hálsi. „Þið bönnuðuð mjer að syngja við að beita, en voruð altaf að kita og rífast, og nú bannið þið mjer að syngja úti á sjó. Þið eruð leiðinlegir menn“, svaraði hann og bylti sjer um á þóftunni, og liafði nú blóð- ið stigið honum til höfuðsins, og svo söng hann alt hvað af tók til þess að striða körlunum. — „Þú átt að hlýða þeim, sem eldri eru“, var nú öskrað beint inn i eyrað á honum. Hlumm! Hlumm! Hver andskotinn! Grímsi tók andköf. Rennandi blautum sjó- vetling var skelt rjett framan á nasirnar á honum, svo að sjórinn hríslaðist út um alt ándlitið. Grímsi spratt á fætur eins og stálfjöður. Hann var allur híldóttur eins og skepna í framan. Vetlingurinn hafði verið óhreinn. Grímsi var reiður og þreif í öxlina á karl- inum og hristi hann til. „Hef jeg nokkuð gert þjer — fúh! —, svo að þú þurfir að vera að berja mig?“ sagði Grímsi og titraði af reiði. Karlinn sat á þóftunni rjett hjá Grírnsa. Hann var úrillur og þungur á brúnina og skotraði til augunum, og það urraði við í honum eins og grimmum hundi, sem lang- ar til þess að bíta. Grímsa rann reiðin undir eins og lagði sig aftur á bak og fór að syngja. Hann hlakkaði svo mikið til páskanna. „Það liggur eitthvað illa á þjer í dag Elías minn“ mælti formaðurinn og teygði fram ranann, og skipaði piltunum að gutla að duflinu. Þeim varð öllum litið á Grímsa. Hann var sótrauður og óhreinn í framan, og Elías gaut augunum grimdarlega út undan sjer undan sjóhattinum, og Grímsa sýndust augnatóftirnar vera tómar eða fullar af myrkri. Hann reri svo fast, að liann beygði til árarlegginn, og það var efst í hon- um að rykkja árinni í sundur. „Jeg hef meira gaman af að reyna krafta mína á árinni en að blaka við þjer, Elías“, sagði Grímsi og skalf í honum röddin. „Þú átt eftir að verða manni að bana, spái jeg“, svaraði Elías og beit saman vör- um heiftarlega. Grímsi eins og hljóðnaði við i bili og fann til ónota fyrir hjartanu og ýtti þess- um ósköpum frá sjer út í hafsins djúp. 9 Þeir Jón Bjarnason og hásetar hans bjuggu um sig þarna í verbúðinni með venjulegum hætti, og höfðu þeir viðað að sjer töluvert miklu af brennivíni til pásk- anna. Þeir Sigurður og Bjarni Jóns tóku strax upp á því, þegar þeir komu, að stríða ungu ráðskonunni og glettast til við liana með ýmsum hætti, og Bjarni .Tóns hafði orð á því, að Grímsi mundi fara í rúm til hennar svona við tækifæri. Gríma hrökk við, eins og henni hefði verið gefinn löðrungur. Þeir Sigurður og Bjarni Jóns sátu þar á einu rúminu skamt frá henni, kinkuðu kolli hver framan i ann- an og drápu titlinga. Gríma stóð þar við eldavjelina og var að haka pönnukökur. Veit hún þá ekki fyrri til, en að Bjarni Jóns grípur utan um liana. Gríma ætlaði að lirinda honum frá sjerv cn var þá eins og blýföst í höndunum á honum, og hann rak að henni rembings- koss, hvort sem henni var það geðfelt eða ekki, og Gríma hljóðaði upp yfir sig, eins og hún hefði verið bitin i liálsinn. „Hvað ætli þú getir ráðið við þetta elsku dúfan mín,“ sagði Bjarni Jóns og linaði svolítið á tökunum. „Líttu á þær, þessar! Þær ættu að geta lialdið einni telpu í skefjum.“ Hann rjetti fram báðar hendurn- ar rjett við andlitið á henni. Jú, Grima vissi það, að Bjarni Jóns fjekk orð fyrir það að vera sterkur og vel að manni og skapharð- ur, þegar þvi var að skifta. „Láttu mig vera í friði, Bjarni! og hættu jiessu flangsi, og ef þið piltarnir hagið ykk- ur ekki kurteislega, geng jeg burtu úr ver- búðinni og það strax í kvöld“, svaraði Gríma, kafrjóð og heit. „Það er naumast, að það sje blóðrót i henni, hlessaðri dúfunni okkar!“ sagði

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.